Það er alltaf eitthvað

Fallegi læknirinn horfði á mig með glampa í augunum og það vottaði fyrir brosi á vörunum, umhyggjan hreinlega lak af honum.  "Mikið er gott að heyra að þér líður betur, Vilma", sagði hann svo einlægur: "Og ég er mjög glaður að heyra hvað þú ert virk, að þú sér að vinna og sinna áhugamálum... en... þú verður að gera þér grein fyrir því að sjúkdómurinn kemur í bylgjum og þú verður að hvíla þig, vel, ekki ofkeyra þig".  Ég hló og hristi höfuðið, allt önnur manneskja en auminginn sem sat og grét hjá honum í haust þegar ekkert virtist ætla að ganga: "En ég er bara svo mikið betri... finn ekkert fyrir þessu".

Ó, hvað maður er fljótur að gleyma.  Ég hafði alveg gleymt þrautum síðustu ára, trítlaði skælbrosandi frá lækninum - og eins ogvið manninn mælt, örfáum dögum laumaðist gigtarkast inn með kuldanum.  Ég varð alveg steinhissa... ja, hérna... hvaðan kom þetta?  Merkilegt!  Tengist örugglega ekkert því að ég er búin að keyra á fullu síðan um áramót, tengist örugglega ekkert því að ég sit öll kvöld og annað hvort vinn eða skrifa fyrir blaðið sem er alveg að fara að koma út (já, sem ég tók að mér að skrifa meirihluta af greinunum).  

"Ætti ég að taka frí í kvöld eins og í gærkvöldi?", hugsaði ég þar sem ég söng hástöfum og dansaði við uppvaskið, nýbúin að sækja skemmtileg lög til heimasætunnar sem hefur svo skemmtilegan tónlistarsmekk sem smellpassar að mínum.  "Nei", sagði ég ákveðin við sjálfa mig: "engann aumingjaskap... vinna í kvöld... ef ég er heppin næ ég þremur tímum og kannski tveimur verkefnum í friði og ró". Og nú var ég að setjast við tölvuna, prinsinn sofnaður, tónlistin á fullu, ég syng og reyni að ákveða á hverju ég byrja. 

Ég þekki sjálfa mig nefnilega nógu vel til að vita að ég má ekki slaka á. Ef ég gef eftir og leggst niður þá stend ég ekki upp aftur.  Ég horft á eftir alltof mörgum leyfa sér að verslast upp og venjast því að vera heima.  Ég er akkúrat þessi týpa sem leggst þá bara alveg niður og tek ekki meira þátt í lífinu.  Ég er búin að láta eftir mér að taka frí síðustu helgi og í gærkvöldi.  Og þá langar mig bara meira að liggja uppí rúmi undir sæng... neibb ekkert meira svoleiðis... Í staðinn er ég kannski pínulítið uppstökkari en venjulega, pínulítið grimmari en ég er að taka þátt.... ég er með... og svo hef ég fulla trú á því að fallegi læknirinn geri mig aftur jafngóða, örugglega verð ég bara orðin alveg góð á morgun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó hvað ég þekki þetta :)

Bibba (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband