26.1.2008 | 00:13
Á jeppanum í snjóinn
Þegar ég kom út í morgun vottaði ekki fyrir fallega stígnum sem ég mokaði í gærkvöldi. Og þar sem ég hafði mokað stíg niður af stéttinni út á plan var bara stærðar skafl sem var ekki árennilegur. Ég brosti við, nú er ástæða til að moka annan stíg - flottari og breiðari...
Einhvern veginn dró ég prinsinn í gegnum skaflinn og reyndi að komast inní bílinn, utan á honum, allan hringinn, var þykkt þykkt lag af þéttum snjó. Ég var hulin snjó frá toppi til táar eftir að hafa hreinsað af honum mesta snjóinn og eftir skafrenninginn sem feykti snjókornum undir úlpuna og lengst uppá bak.
"Jæja, Rúna", sagði ég um leið og ég startaði bílnum: "Nú þurfum við að vera duglegar..." Og með smá spóli og óánægjutóni í Rúni böggluðumst við útaf planinu, bara til að dröslast eftir illfærri götunni. Þetta batnar þegar ég kemst í Langarima hugsaði ég, en það reyndist óskhyggja. Hér hafði ekkert verið skafið og skafrenningurinn blindaði mig. Áfram! Áfram!
Á skólaplaninu settist Rúna í skafl og neitaði að færa sig. Spól. Spól. Og svo einhvern veginn tókst okkur að losa okkur og halda af stað útúr hverfinu. "Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að halda sig heima...", heyrðist úr útvarpinu og á sömu stundu snéri ég við og hélt heim. Taldi okkur góðar að komast aftur í stæðið.
Nei, þetta var ekki dagur til að fara á litla franska bílnum í vinnuna. Þetta er dagur til að fara á jeppanum! Og það var akkúrat það sem ég gerði... reyndar á ég ekki jeppa, en það er bara formsatriði. Já, það er gott að eiga góða félaga... Á endanum fór ég ekki bara á jeppa í vinnunni heldur hafði ég líka einkabílstjóra. Þvílíkur lúxus.
Raggi Palli sótti mig í morgunsárið, enda ekki annað hægt þar sem við áttum að vera að vinna að mikilvægu verkefni fyrir hádegi. Gabbaði svo líffræðinginn til að skutla mér heim á leið seinnipartinn. Hann var nú ekki alveg að trúa sögunni um allan snjóinn í Grafarvoginum. Ég reyndi að benda á skafl sem ég sá, til að sanna mál mitt en uppskar bara augnaráð, svona eins og hann vildi segja: "finnst þér þetta í alvörunni vera snjór?". Við komumst allavega alla leið á jeppanum, í gegnum allan snjóinn. Já, ég held að það megi bara snjóa meira... þetta er ekkert mál! Ekki þegar maður er á jeppa...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Vá kúl. Gott að hafa einkabílstjóra líka :o)
Kveðja frá Florida
Bibba (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 04:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.