Prufukeyrsla

Ég bylti mér.  Prófaði að snúa mér á hliðina, nei.. náði ekki að sofna. Prófaði að liggja á bakinu og hrökk upp við að vera að kafna.  Prófaði að liggja á maganum, ýta höndunum til, færa fæturnar.  Um miðja nótt gafst ég upp, ýtti nýja koddanum snyrtilega til hliðar og bögglaðist framúr og fann gamla koddann minn og lagði höfuðið á hann. Leit á prinsinn sem steinsvaf og bærði ekki á sér.

"AHhhhh", stundi ég og lygndi aftur augunum og beið þess að festa svefn.  Svefninn kom órólegur og ekki mikil hvíld.  Allskonar skrítnir draumar þar sem fólk skipti um andlit og framkvæmdi sérkennilega gjörninga. 

Ég og prinsinn erum búin að vera að prufukeyra nýju koddana okkar.  Þetta er mikil breyting.  Sérstaklega með það í huga að ég hef varla notað venjulegann kodda síðan ég lenti í bílslysi árið 1995 og kann eiginlega ekkert á svona apparat. 

Já, má ekki segja að ég sé í þjálfun... svefnþjálfun á venjulegum kodda... og þessi þjálfun ætlar að verða erfiðari en ég átti von á. En ég gefst ekki upp... ég ætla núna að fara og prófa nýja apparatið einu sinni enn... en hafa gamla koddann við höndina.  Spennandi tímar, spennandi tímar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Prófanir..  vel á minnst :)

Bibba (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 09:40

2 Smámynd: Rebbý

skemmtilegar svona erfiðar nætur - mínar eru ekki vegna koddavandamála en þekki svona draumfaravesen

Rebbý, 17.1.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband