14.1.2008 | 23:19
Ég skal!
Lífið er búið að taka öll völd af mér síðustu daga. Helgin fór öll í bíóferðir, búðarferðir og skoðunarferð um miðbæ Reykjavíkur í fylgd Rebbýar og Gunna.. skoðunarferð fram undir morgun.
Ég er búin að æfa mig mikið í að segja nei, en hef nú ekki uppskorið eins og hugurinn stóð til. Og einhvern veginn hef ég í staðinn notað "Ég skal!" í ómældu magni. Með skelfilegri niðurstöðu. Jú, var að koma af ritnefndarfundi og þegar ég skrifaði fundargerðina kemur í ljós að ég hef greinilega tekið að mér að skrifa nærri helming greinanna í næsta blað. Hvernig ég ætla að finna tíma í það veit ég ekki. En nú þarf ég ofan á það að læra að segja "Nei" að gleyma hvernig á að segja "Ég skal!"...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hahaha, þú ert óborganleg. Manstu hvað ég sagði þegar þú sagðir í nóv/des að þú ætlaðir sko ekki að taka eins mikið að þér varðandi ritnefndina
Snjóka, 15.1.2008 kl. 15:20
jahh ekki sagðir þú nei allavega við fólkið í bænum, ekki nema við mig þegar ég bað þig að hjálpa mér með kellinguna sem var að angra mig .... þið Gunni eruð meiri félagarnir
Rebbý, 16.1.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.