10.1.2008 | 20:21
NEI!
Ég kann ekkert sérstaklega vel á orðið "nei"... Þegar ég taldi upp áramótaheitin mín sem eru að tapa samviskunni og ábyrgðartilfinningu snéri Raggi sér að mér og bætti við: "og læra að segja NEI". Jebb, tók ég undir - það er verðugt markmið. En ég er ekki enn búin að ná þessu, á langt í land.
"Ertu nokkuð bókuð um helgina?", spurði kankvísi talnagaurinn mig að eftir að við vorum búin að leggja niður fyrir okkur hvernig væri hægt að leysa ákveðið verkefni. Og einhvern veginn, þó ég sé bókuð fram í tímann, tók ég að mér 3ja daga verkefni með bros á vör. Reyndi svo að losna við það hjá sálfræðingnum, yfirmanni okkar, og með bros á vör tók ég verkefnið að mér aftur... og lofaði helgar- og kvöldvinnu. Snillingur. "En þú þarft að læra að segja nei", kvaddi sálfræðingurinn mig með og hló um leið að vandræðunum sem ég hafði komið mér í.
Svo leið dagurinn og allt virtist bara renna létt þegar allt í einu... "Ó, nei!", stundi ég og horfði á skjáinn: "Nei! Nei! Nei". Skjárinn á tölvunni hreinsaðist og í staðin fyrir forritið sem ég var að skrifa stóðu snyrtileg skilaboð, "Annar notandi hefur aftengt þig". "Nei", stundi ég aftur. Vitleysingur! Ég hafði verið að vinna í meira en klukkutíma án þess að vista... spara mér smá vesen með því að vista ekki. Andskotinn. Martröð hvers forritara að tapa vinnunni. Hvað er til ráða? Ég trítlaði inn til líffræðingsins í von um hjálp... allavega samúð. Hann horfði á mig með óræðnum svip: æ, æ... hafði ákvörðun ráðgjafanna að losa tengingu haft þessi áhrif, og í kaupbæti ég samúðina sem ég var að sækjast eftir. Þrátt fyrir það ákvað ég í hefndarskyni að kenna líffræðingnum og félögum um þetta allt saman.. þó ég gæti ekki kennt neinum nema sjálfri mér um og í mótmæla skyni slökkti ég á öllu og hætti að vinna. Nú er bara að vona að ég geti rifjað uppá morgun alla snillina sem ég var búin að forrita í dag...
Svo þetta var eiginlega dagur "nei-anna"... ég þarf að læra á þau, að segja þau á réttum tíma og koma mér ekki í stöðu þar sem ég það er það eina sem mér dettur í hug...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
NEI sko þetta var ekki svo flókið
manst bara að vera ekki of upptekin um helgina - það er bannað þar sem ég er búin að panta tíma með þér
Rebbý, 10.1.2008 kl. 22:04
Nei er einmitt eitt af orðunum sem þú lærir seint
Æfa sig, Nei Nei Nei Nei og Nei
Segi ég og kann ekki heldur að segja Nei
Snjóka, 10.1.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.