Löggan kemur?

"Löggan er að koma! Löggan er að koma!", æpti prinsinn minn og iðaði sér í sætinu.  Sírenuvælið fyllti íbúðina og ég greip fyrir eyrun.  Jafnskyndilega og það byrjaði hætti það og ég þakkaði fyrir um leið og ég lét hendurnar síga frá viðkvæmum eyrunum.

Prinsinn minn sendi mér púkaglott, eins og hann vissi meira en ég, og eins og hendi væri veifað fylltist íbúðin aftur af sírenuvæli og tilheyrandi köllum frá prinsinum.  Ég ákvað að bíta á jaxlinn og þola hávaðann.  Og um leið og ég sættist við vælið hætti það...

"Hjúkk...", hugsaði ég, hálfdofin í hausnum af of mikilli vinnu það sem af er ári.  Það er svolítið seint að vera að dröslast inn heima hjá sér klukkan átta.  Eiginlega er ég þá ekkert spennt fyrir ópum um lögreglu og háværu sírenuvæli.  Nei, ég vil bara fletta blöðunum í rólegheitum, telja á mér tærnar, horfa útí loftið... allt annað en að þrífa (sem er mikil þörf fyrir) eða taka til (því þá sést svo mikið í skítinn).

Ég var varla byrjuð að fletta blöðunum aftur þegar úr eldhúsinu barst hávær söngur og gítarspil.  Prinsinn dillaði sér á fullu, veifaði höndunum og hrópaði: "Ohhhh YEAHHHHHH!!!!".  Hvað gerir maður þá?  Jú, tekur undir með útvarpinu og syngur hástöfum.  Ekkert annað að gera. 

Fólkið í eldhúsinu tísti og slökkti á útvarpinu, reif það í sundur og púslaði saman einhverju sem næstum tókst á loft.  "Það er heilmikil eðlisfræði í þessu...", kallaði heimalingurinn til mín um leið og hún leiðbeindi prinsinum hvernig ætti að smíða útvarp.  "Settu svo þennan hér... og mundu að alltaf þegar þú smíðar eitthvað þarf það að tengjast við batteríin...", sagði hún ákveðin við unga manninn sem einbeittur dundaði sér við smíðina.

Þetta var semsagt jólagjöfin sem sló óvænt í gegn.  Ég viðurkenni alveg að ég var efins... mjög efins þegar þetta dót kom uppúr einum pakkanum og þar til í kvöld hef ég staðföst geymt þetta í pakkanum.  En svo kom heimalingurinn í heimsókn sérstaklega til að kíkja á þetta með prinsinum og þau eru búin að dunda sér í allt kvöld við að smíða allskonar rafmagnstæki með bráðsmellnu rafmagnsdótinu. Það er búið að smíða sírenur, útvarp og margt fleira.  Ekkert mál! Eina vandamálið að er að það er ekki hægt að lækka í þessu.. .hvorki í sírenunum né útvarpinu.  En hvað er smá hávaði á milli vina þegar allir eru að skemmta sér og læra eitthvað skemmtilegt?

Nú kúra þau saman í sófanum og spila tölvuleiki eins og þeim sé borgað fyrir það, þvílík þolinmæði sem heimalingurinn hefur gagnvart prinsinum sem situr þétt upp við hana og segir henni til í tölvuleiknum... án þess að kunna nokkuð sjálfur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo sannarlega heppin með heimalninginn, Vilma.   Hún er alger gullmoli.

Bibba (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband