6.1.2008 | 22:34
You can do it!
Ég fann hvernig ég efldist við hvatninguna. Efldist til mikilla muna og hélt ótrauð áfram undir dynjandi lófataki og hvatningarópum. Bara eina enn og svo eina enn... verð að halda aðeins áfram. Prinsinn minn sat fremst á sófabrúninni og hoppaði upp og niður af æsingi. "Áfram, mamma! Áfram mamma!", kallaði hann taktfast og kappaði höndunum saman um leið.
Ég herti mig aðeins... varð að standa mig vel, enda ekki á hverjum degi sem maður fær viðlíka hvatningu og er hylltur jafn innilega. Eina enn... Eina enn... "You can do it!", hvíslaði ég að sjálfri mér og reyndi að missa ekki sjónum af takmarkinu.
"Áfram, mamma!", hélt prinsinn áfram að kalla að mér... og ég fylltist stolti, sjálfsöryggi og metnaði. Eina enn! Eina enn! Eina lykkju í viðbóð... nú var þetta tekið eina lykkju í einu, þar sem ég sat og prjónaði jólasveinahúfu á bangsa af miklum móð. Eina enn! You can do it!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.