4.1.2008 | 21:22
Betri og betri?
"Það batna ekki allir með árunum", sagði vinur minn við mig í dag í framhaldi af umræðu okkar um aldur, lífið og tilveruna. "Ert þú að batna?", spurði ég hann og hann var alveg sannfærður um að hann sjálfur væri að verða bara betri og betri, ég ætla ekki að rengja þá staðhæfingu - frekar taka undir með honum. Held að sumir batni jafnvel dag frá degi :) En nú er ég að spá : er ég að batna með aldrinum? Eða er ég kannski að versna? Og hvernig mælir maður það í hvora áttina maður hreyfist?
Ég ætla að reyna að meta þetta...
Mér finnst ég vera yngri en ég var fyrir nokkrum árum. Ég er lífsglaðari en ég var fyrir fimm árum. Ég er opnari og meira tilbúin að takast á við skemmtilega hluti. Ég á fleiri og meiri vini, er eiginlega umsetin skemmtilegu og spennandi fólki sem ég fæ ekki nóg af. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt (sem til dæmis vinur minn er mjög duglegur að kenna mér og fræða mig um) og er alltaf að rembast við að tileinka mér nýja hluti. Ég er alltaf að reyna að taka mig á í framkomu. Ég reyni að vera jákvæðara og meira "ligeglad", stanslaust að læra og breyta og bæta. Ég get yfirleitt ekki beðið eftir næsta degi, það er að segja þegar þunglyndispúkinn er ekki í heimsókn, því það er svo margt að gera og prófa, svo margir að hitta. Ég er ánægðari með sjálfa mig og lífið mitt. Ég nýt betur "litlu" hlutanna í lífinu eins og að hlusta á gott lag eða lesa skemmtilega bók. Mér líður vel með sjálfri mér (sumum finnst mér kannski líða of vel svona einni...) og betur með vinum mínum. Ég er löngu hætt að eltast við finna hamingjuna, löngu hætt að reyna að leysa lífsgátuna - læt í staðinn hvern dag líða og er bara ánægð með að vera kjánaprikið ég. Mér finnst þetta allt vera í jákvæðari átt svo ég hlýt að vera eins og gott vín.. .að verða betri og betri og betri með árunum...
Og þetta er náttúrulega fyrir utan þá staðreynd að aldur ef afstæður. Mér finnst ég til dæmis enn vera ung og vinir mínir sem eru að skríða upp fyrir fertugt finnst mér líka vera enn ungir. En fyrir svona átján - tuttugu árum sá ég ekki tilgang með því að lifa lengur en til 35 ára. Fólk eldra en það var gjörsamlega úr sér gengið, búið að vera, gátu ekki gert neitt skemmtilegt. Fólk um fertugt var orðið gamalt, ætti bara að sitja heima og passa barnabörnin. Nú skelf ég af tilhugsuninni um barnabörn... nei, ég er alltof ung í það að festast heima að passa barnabörn. Ég á eftir að gera svooooo margt. Alveg ferlega margt og á hverjum degi dettur mér eitthvað nýtt og spennandi í hug að gera. Vinir mínir eru líka allir ungir og fullir af lífi og flestir ef ekki allir tilbúnir í ný og spennandi ævintýri.
Svo niðurstaðan er að ég er ung og full af lífi og mikið betri en ég var fyrir fimm árum og stöðugt að batna! Hvað með ykkur?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Ég segi það sama. Ég upplifi sjálfa mig yngri og lífsglaðari með hverju árinu. Það væri gott ef þetta væri aldurstengt atriði en ég held að þetta sé kannski frekar það að maður er að öðlast einhverskonar vit með því að grúska í reynslunni sinni og eins og þú segir að reyna meðvitað að breyta sér og bæta sig.
Bibba (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 21:39
vá hvar endum við eiginlega á gæðalistanum ef við bötnum svona með hverju árinu
Rebbý, 6.1.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.