3.1.2008 | 23:17
Orđinn svo stór
"Ég vill vera fínn...", hvíslađi prinsinn minn ađ mér í morgun áđur en viđ lögđum af stađ útí daginn. Hann átti viđ jólaballiđ sem viđ ćtluđum á seinna um daginn. Ég fullvissađi hann um ađ viđ kćmum viđ heima til ađ skipta um föt áđur en balliđ byrjađi, enda ómögulegt ađ fara á jólaball án ţess ađ fara í jólafötin.
Ég ćddi svo heim rétt fyrir fimm, dröslađi barninu heim og í jólafötin á mettíma, til ađ komast á fámenna en frábćra jólaballiđ. Prinsinn minn var svo spenntur ađ komast ađ hitta jólasveininn og rifjađi endalaust upp sögur frá síđasta jólaballi.
Ég fylgdist međ honum á ballinu ţar sem hann var alveg til fyrirmyndar, svo stilltur og prúđur. Svo herralegur. Og ađ gamni mínu lét ég hugann reika aftur nokkur ár. Til ţess tíma ađ ég tók út fyrir ţađ ađ ţurfa ađ fara á mannamót seinnipart dags. Ţađ ţýddi kvíđahnút og höfuđverk. Drengurinn var upp um allt og útum allt og lítill skilningur oft hjá ókunnugum fyrir ástandinu. Ég ţurfti ađ hafa augun hjá mér og hafa hann undir stífu eftirliti, alltaf tilbúin ađ bregđast viđ. Yfirleitt komum viđ svo heim í uppnámi eđa gjörsamlega búin á ţví. Skrítiđ hvađ mađur er fljótur ađ gleyma.
Núna er ekkert mál ađ skreppa á ball eftir hefđbundinn dag. Aukinn ţroski litla mannsins, međvitund hans um hegđun og stíf atferlismeđferđ virđist vera ađ skila okkur ótrúlegum árangri. Ţó ég fái oft ađ heyra ţađ ađ ég hafi of stífan aga á drengnum, of stutt í bandinu, ţá er ţađ akkurat ţađ sem skilar árangri.
Ég gat ekki annađ en brosađ stolt yfir herramanninum mínum sem náđi ađ fá jólasveininn til ađ kyssa mömmu sína. Herramanninum sem varđ svo stór í kvöld ađ missa framtönn. "Ég verđ ađ fara úr sparifötunum, má ekki fá blóđ í ţau...", sagđi hann um leiđ og hann rétti mér litla og krúttlega tönn. Svo skottađist hann uppí rúm spenntur ađ sjá hvort tannálfurinn kćmi viđ.
Um bloggiđ
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggiđ mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annađ sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattarćktarfélag Íslands
Kisusíđur
Hinar og ţessar kisusíđur
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíđa Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíđan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á ţessa síđu
Bloggarar
Hinir og ţessir skemmtilegir
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.