2.1.2008 | 22:28
Óþolinmóða fólkið
"Tólf tólf! Tólf þrettán!", hrópaði prinsinn til mín þar sem ég stóð og vaskaði upp. Svo kom smá þögn og svo héldu upphrópanirnar áfram með akkúrat mínútu millibili: "Tólf fjórtán! Tólf fimmtán! Tólf sextán! Tólf sautján! Tólf átján! Tólf nítján!"
Ég reyndi að útskýra fyrir honum að við legðum af stað klukkan 13:20 og enn væri langur tími þanngað til. "Er mínúta?", spurði prinsinn til baka og ég reyndi að útskýra hvað mínúta væri langur tími og að það væru 60 svoleiðis þanngað til við færum. "Tólf tuttuogeitt!", æpti hann þá og ég sætti mig við að þurfa að hlusta á klukkuna á mínútufresti - þakka bara fyrir að hann sæi ekki sekúndutalningu líka.
Prinsinn virðist hafa það frá mér að þola illa við í fríi. Þannig að þegar 27. desember rann upp gátum við hvorugt beðið eftir að komast út á meðal fólks. Hann átti bókað á frístundaheimilið frá hálftvö og við þurftum að bíða og bíða og bíða eftir að komast að. Mikið er gott að allt þetta frí er búið og við getum bara farið að sinna lífinu eins og venjulega!
Annars lítur ágætlega út með forsetaframboðið, ég finn fyrir miklum stuðningi og margir búnir að bjóðast til að hjálpa til. Bibba er, eins og áður kom fram, fastráðin sem fjölmiðlafulltrúi. Hrund ætlar að verða bílstjóri hjá mér - sem mér finnst alveg tilvalið því hún mun sko stinga alla hryðjuverkamenn af... og löggan mun þurfa að hafa sig alla við að halda í hana. Í dag réð ég meira að segja "atvinnuvinkara". Sá hinn sami ku hafa sérlega gott "veif" og mun sjálfsagt spara mér að fá sinaskeiðabólgu af öllu vinkinu til alþýðunnar. Þetta er því allt á góðu róli og enn pláss fyrir gott fólk í starfsliðinu!
Nú verð ég hins vegar að leggjast undir feld og ákveða hvort ég bjóði mig fram núna í ár eða bíði í 4 ár.... hugsi hugsi...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Fjögur ár eru góður tími til að undirbúa kosningabaráttu en þá verðum við að nota þau vel :)
Bibba (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 09:17
Gleðilegt nýtt ár Vilma, takk fyrir það gamla:-) Líst vel á forsetaframboðið, viss um að ég get komið að gangi eitthvað, er alveg frekar fjölhæf og nothæf til ýmisa verka...þú lætur mig bara vita;-)
Laubba , 3.1.2008 kl. 10:45
Þú hefur minn stuðning, býð mig fram sem kostningarstjóra enda ótrúlega stjórnsöm
Snjóka, 3.1.2008 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.