1.1.2008 | 02:47
Þegar ég verð stór...
Mig dreymdi alltaf um tvennt þegar ég var yngri, það er að segja það voru tveir starfsframar sem mig langaði að reyna mig við. Og svo stækkaði ég og endaði sem forritari. Eiginlega eins langt frá því sem mig langaði að verða og hægt var. Varð eiginlega forritari fyrir slysni - því ekki var það af áhuga á tölvum.. nei, þann áhuga vantar alveg.
Öðru starfinu ýtti ég til hliðar því það er ekki svo auðvelt að koma sér á framfæri og lifa á því. Það var draumurinn um að verða rithöfundur. Þann draum geymi ég bara þanngað til ég verð eldri - aldrei of seint að byrja.
Hinu starfinu varð ég að ýta til hliðar þar sem ég hafði ekki aldur til að sinna því. En núna er mitt ár. Já, ég er orðin nógu gömul. Já, ég er loksins nógu gömul til að verða forseti Íslands. Það er starf sem mig hefur langað í síðan ég var átján ára. Þá fór ég og kynnti mér reglurnar... og síðan hef ég beðið eftir að verða nógu gömul. Og nú loksins... svo stóra spurningin núna er hvort ég eigi að kýla á það og bjóða mig fram ef Ólafur Ragnar fer ekki fram. Held að það sé ekki gáfulegt að fara fram á móti sitjandi forseta en ef hann skyldi nú vera að hætta þá er það kannski bara mitt tækifæri.
Ég er strax komin með fjölmiðlafulltrúa, Bibba ætlar að sinna því starfi. Nú vantar mig kosningarstjóra og kannski einhverja í liðið. Umfram allt vantar mig nógu margar undirskriftir til að verða löglegur frambjóðandi. Já, ég held ég taki þetta bara til alvarlegrar íhugunar...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Við styðjum Vilmu til forseta. Áfram Vilma !!! Komaso
B (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 19:07
ég kýs þig - ekki spurning, alltaf að bíða eftir partýboði frá Bessastöðum
Rebbý, 1.1.2008 kl. 22:23
Ég styð þig, ekki spurning!!! Fæ ég ekki vinnu sem bílstjóri hjá þér???
Hrund (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.