30.12.2007 | 01:10
Operation Konfekt
Ég horfði með aðdáun á ljóshærðu vinkonu mína stinga nýjum konfektmola uppí sig í sama mund og hún kyngdi þeim fyrri. Vá, þetta var sko þrautseigja! Það er ekki annað hægt en að dáðst að þeirri manneskju sem leggur sig svo mikið fram... allt til að vera best í einhverju. Hún hélt þéttingsfast um Macintosh dósina með annari hönd og gramsaði með hinni og veiddi upp hvern molann á fætur öðrum, með einstakri lagni tætti hún bréfið utan af þeim með lausu höndinni og lét þá svo ganga á jöfnum hraða upp í munn og ofan í maga.
Ég varð að bíta í tunguna á mér til að ég færi ekki að syngja ; "Jólakonfekt á að fara uppí munn og ofan í maga... heyrið það? heyrið það? Svo ekki gauli garnirnar...." en ég var hrædd um að söngurinn myndi eyðileggja einbeitinguna. Skyndilega sleppti hún dósinni og snéri sér við. "Ó, nei!", hugsaði ég: "ekki er hún hætt.... ég á enn svo mikið eftir". Með bros á vör og útkýldan maga þrammaði hún inní stofu og skellti sér í sófann. Og dæsti. Svo kom hún auga á Nóa konfektkassann og ég sá glampa færast í augun. "Má ég?", spurði hún og sleppti ekki augum af kassanum. Ég hélt það nú og á sömu sekúndu var hún búin að opna kassann og byrjuð að rannsaka innihaldið. Heppin ég að eiga svona góða vinkonu sem er tilbúin að fórna vextinum til að ég þurfi ekki að henda jólanamminu.
Ég var nefnilega búin að sjá að ég myndi aldrei ná að klára jólanammið og setti því í gang áætlun. Eiginlega svona "Make my friends fat" áætlun. Í gær bauð ég Snjóku heim í heitt súkkulaði, rjóma, konfekt og afgang af smákökum. Snjóka lagði sig fram en náði nú ekki miklum árangri - allavega ekki miðað við ljóshærðu vinkonu mína. Í kvöld bauð ég svo heim hópi af vinkonum og vinum. Nú skyldi gerð atlaga. Svo stillti ég þeim upp við borðið og bar í þau heitt súkkulaði með rjóma, ístertu sem ég fann í frystinum og þurfti að losna við, fullt af Nóa konfekti og Quality Street nammi. Svo horfði ég á þau japla á þessu. Ljóshærða vinkona mín stóð sig áberandi best, bæði í að borða sjálf og eins að troða inná hina. "Bara smá...", sagði hún í ógnandi tón um leið og hún útdeildi sneiðum af ístertu. Enginn þorði að mótmæla. Og í örvæntingarfullri leit að akkúrat réttum molanum datt hún ofan í Macintosh dósina og virtist ekkert ætla að koma upp aftur.
Eins og vill gerast þegar þessi hópur hittist var ákveðið að spila svolítið. Ég passaði að hafa nokkrar konfekt skálar um borðið.. svona ef einhver skyldi vilja stinga uppí sig mola í mesta spenningnum. Ljóshærða vinkona mín, sem var enn að leggja sig alla fram í að vinna í ímyndaðri konfekt át keppni, settist niður og dró til sín annan stól. Þar stillti hún upp konfektkassanum... passlega langt í burtu svo enginn annar næði í hann, passlega nálægt svo hún gæti látið molana rúlla uppí munn án þess að teygja sig.
Nú eru allir haldnir af stað aftur heim til sín.. og ég sit hér ein eftir - og á merkilega mikið af nammi eftir. Plan B er að taka afganginn með sér til Bibbu um áramótin... ef ég næ ekki að láta krakkana klára það sem eftir er... nú ef það gengur ekki eftir er ég heppin að þekkja öflugasta konfektátmeistara hérna megin við alpana!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
He he he góð Vilma ;), who ya gona call......????? Ghostbusters!!!!
Hlakka til að byrja í janúarkeppninni..... en þá verður allt nammið að vera búið 
Hrund (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 01:23
ekki þarf ég á svona vinum að halda .... enda nammigrís dauðans sjálf svo ég tek ekki nammið með mér heim
Rebbý, 31.12.2007 kl. 14:38
Er ekki spilakvöld um helgina? ég er í þörf fyrir smá nammi núna
Snjóka, 2.1.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.