Afslöppuð

Ég kem gjörsamlega afslöppuð undan jólunum.  Þar sem ég var með allt tilbúið fyrir jólin á föstudagskvöldinu náði ég að vera í fríi í alveg fimm daga!  Fimm dagar að gera ekki neitt er sennilega nýtt met fyrir mig.

Ég er svo í fríi í vinnunni á milli jóla og nýárs.  Svona fríi eins og ég tek.  Vann heima fyrir hádegi, mætti um eitt leitið og vann í vinnunni til fimm.  Og vann svo í tvo tíma heima í kvöld.  Enda er ég búin að vera allt of lengi í fríi að gera ekki neitt og 4 daga frí framundan.  Ég tapa geðheilsunni að gera ekki neitt svona lengi.   Svo er líka gangsetning á nýju kerfi um áramótin... það finnst mér spennandi og því erfitt að finna ástæðu fyrir því að vera heima að gera ekki neitt nema éta smákökur og nammi.

Talandi um nammi!  Hvaðan kom það allt!  Við eigum enn nærri fullan dunk af Quality Street, risastóran konfektkassa sem við fengum að gjöf, fullt af bleikum Nóa konfekt molum sem "Nói" gaf okkur og meira og meira.. mér finnst við ekkert hafa gert nema borðað nammi og mat síðustu daga en samt sér varla á birgðunum.  Þetta er agalegt.  Með þessu framhaldi verðum við enn að japla á jólanamminu um páskana!  

Annars voru jólin bara þau bestu EVER.  Góður matur, rólegheit, góðar bækur, sjónvarpsgláp, temmilegar heimsóknir og frábærar gjafir...  held ég hafi sjaldan fengið jafnmikið af gjöfum og jafn skemmtilegar - vinsæl í ár :) það er ekki slæmt...

Eins og Ása vinkona sagði: "jólin ættu að vera einu sinni í mánuði...."  þá væri ég alltaf afslöppuð og úthvíld! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

nammi namm, hlakka til að kíkja í heimsókn á morgun.  Ekki allvveeggg búin með nammi skammtinn minn ennþá og sé að þú átt nóg

Snjóka, 27.12.2007 kl. 23:02

2 identicon

Ég veit um einn sem henti bara öllu namminu sem var eftir í skápunum 2. jan.
... ekki það að ég mundi ALDREI geta það.   Hugsað um það já en ekki framkvæma.  Nei.

Bibba (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband