Hjálp! Það er köttur í trénu...

Hún Þula mín er óskaplega mikið jólabarn,  jólabarn allra jólabarna.  Svo þegar desember rennur upp fer Þula að kætast.  Eftir því sem líður á mánuðinn verður hún spenntari og spenntari.  Hún ræður sér ekki fyrir æsingi þegar jólaskrautinu er dröslað inní íbúð, allt verður að skoða og kíkja á.  Það glampar á augun sem eru galopin og vökult augnaráð hennar nær að skanna allt jólaskrautið.  Svo velur hún sér hlut til að kíkja betur á.

Þetta væri allt í lagi ef Þula væri ekki köttur!  Og sem slíkur skoðar hún jólaskrautið á heldur annan hátt en við mennirnir.  Það er ekki nóg að horfa á, nei, nei, það þarf að þefa af öllu, jafnvel prófa að sleikja og slá í það.  Gá hvort það hreyfist.  Svo hleypur hún um allt og hoppar og skoppar af spenningi og æsir hinar upp til að koma líka að skoða jólaskraut.

Það er alls ekki nóg að horfa á fallega kertastjaka - nei það þarf að fara alveg ofan í þá, bak við þá, pota í þá - með tilheyrandi sviðnum hárum ef ekki er farið varlega.  Svo aðeins er kveikt á kertum ef við erum tilbúin að passa þau stanslaust... passa þau fyrir Þulu jólabarni.

Og svo kom hápunktur desembers.  Já, þegar jólatrén voru sett upp.  Ég átti alveg von á þessu - en gefst samt ekki upp.  Ég þráast við á hverju ári og set upp jólatrén eins og ekkert hafi ískorist.  Það liðu ekki nema um það bil 3 mínútur núna frá því að hvíta tréð var sett upp og þar til við byrjuðum að veiða Þulu niður.  

Hún stekkur á trén og hangir á þeim - hún er jú skógarköttur eftir allt saman.  Stundum laumast hún undir tréð og prílar upp á topp inní því miðu. Skyndilega stingst brúnn haus útúr á toppnum  - og á þeim stundum sver ég að ég sé hana brosa.  Hún er alveg í essinu sínu og prílar upp og niður og þykist ekkert heyra í mér skamma sig.

Það hefur meira að segja komið fyrir að ég fundið hana sofani inní miðju tré, vakkandi á grein sem vallar veldur henni, þar steinsefur litla jólabarnið með sælusvip.  Dreymir örugglega jólakúlur og kertaljós.

Nú bíðum við spennt eftir aðfangadagskvöldi, þá ætlar Þula jólabarn að hjálpa okkur að opna pakkana... þá verður örugglega hamagangur og skemmtilegheit...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gísli ritari : http://malbein.net/  og kötturinn Brandur baka smákökur saman.   Mjög skemmtileg lýsing

Bibba (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 17:30

2 identicon

Ég þarf að senda Una og Ötlu yfir til þín! 3 jólatré, þau færu yfirum af hamingju! Ég þarf alltaf að setja svarta flotta tréð okkar saman á hverjum degi eftir þau!

Hrund (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband