Operation Jólatré

Prinsinn minn lá á bakinu undir hvíta jólatrénu þegar hann rak skyndilega upp skaðræðisöskur, spratt á fætur og stökk af stað fram ganginn.  Ég og heimalingurinn litum á hvora aðra og ypptum öxlum, hvað hafði eiginlega gerst?   Þegar prinsinn náðist loksins og hægt var að ná höndunum á honum frá augunum kom í ljós hluti úr jólatrénu í litla fallega auganu hans.  Svo mamman varð að leggjast í aðgerð sem fólst aðalega í því að halda höndunum og svo ósköp varlega veiða aðskotahlutinn úr auganum.

Þetta veitti prinsinum tilvalið tækifæri til að vera slasaður.  Það er mjög spennandi að vera slasaður.  Fyrr í vetur missteig hann sig í skólanum og fékk teygjubindi um ökklann - það kallaði á að vera slasaður á fæti í 5 vikur.  Og nú á svo sannarlega að nýta sér að vera slasaður á auga.  "Mamma, viltu koma í búðina sem við kaupum pillurnar?", spurði hann þar sem hann hélt blautum þvottapoka uppað auganu.  "Nei", svaraði ég: "Við ætlum ekki í apótekið að kaupa lepp fyrir augað"  Þá tóku við ítrekaðar tilraunir að reyna að fá plástur fyrir augað, þrátt fyrir að ekkert sé lengur að sjá og hann löngu hættur að finna til.  En auðvitað hefði verið ótrúlega cool að fá lepp... svona eins og sjóræningi.

Í kvöld var semsagt loksins jólatrjáakvöld.  Ég, heimalingurinn og prinsinn dunduðum okkur í allt kvöld við að setja upp trén og skreyta þau.  Já, það tekur tíma að setja upp þrjú tré, finna þeim stað og skreyta svo.  Eitt grænt tré með ljósleiðurunum sem skiptir litum stanslaust, eitt hvítt og og glitrandi og að lokum eitt fallega bleikt með bleikri seríu.  Nú þarf ég bara að aðeins að klára á morgun og svo mega jólin bara koma held ég.  Koma og hitta mig og öll fallegu jólatrén mín :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

Ef þetta kallar ekki á heimsókn þá veit ég ekki hvað.   3 stk jólatré í sömu íbúðinni.   Alltaf svo gaman þegar jólatréð er komið á sinn stað.
Ég er bara með eitt lítið og sætt og gamaldags því það er grænt án ljósleiðara

Rebbý, 21.12.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband