19.12.2007 | 22:35
Bévítans samviska
Ég trítlaði búð úr búð í Kringlunni í dag... staðráðin í að nýta þessa tvo tíma sem ég hafði til að finna jólagjafirnar sem vantaði enn uppá... og merkilegt nokk þá tókst mér að finna næstum allt sem ég leitaði að, næstum. Enn á ég eftir að finna eitthvað smáræði fyrir heimasætuna, en það hlýtur nú að hafast á næstu dögum. Enda heilir tveir frídagar fyrir jólin, þvílíkur lúxus!
Ég átti alvarlegt samtal við samvisku mína í kvöld. Mjög alvarlegt. Hún er alltaf að koma mér í vandræði og ég ræð einhvern veginn engan veginn við hana. Ég átti til dæmis frí í vinnunni í dag. En var ég heima? Nei! Samviskan gabbaði mig í vinnuna í morgun: "Búðirnar opna hvort sem er ekki fyrr en klukkan ellefu, kíkjum í vinnuna og klárum að bóka tollskýrslurnar sem urðu eftir í gær!" Og ég elti hana í vinnuna, alveg græn... auðvitað sat ég svo í vinnunni til hádegis og þurfti hörku til að standa upp og labba út þá. Æddi í búðir og brunaði svo uppí Grafarvog að gera prinsinn til fyrir jólaballið. Þaðan aftur í vinnuna til að sækja 2 snúrur... en hvað gerði samviskan þá? Jú, gabbaði mig aftur... "Við verðum að klára þetta vandamál... bara verðum...", hvíslaði hún í eyrað á mér og ég hlýddi. Einhvern veginn tók ég líka að mér nokkur ný verkefni, sem bæði á að klára um áramót og svo nokkur ný til að vinna á næsta ári. Janúar nú þegar semsagt að verða stíft bókaður.
Í kvöld ætlaði ég að þrífa gólfin, setja upp öll jólatrén og klára að skreyta. Í staðinn lögðumst ég og prinsinn í ferðalög. Uppí vinnu að fá lánaðan skjá (já, svo ég geti unnið að heiman yfir hátíðirnar og milli jóla og nýárs), niðrí bæ að reyna að fá straumbreyti en hittum á einu búðina í bænum sem lokar klukkan sex, uppí Breiðholt í brjálaðri umferð, uppí Grafarvog, setja upp nýja skjáinn, uppí Hagkaup að skipta biluðum fjarstýrðum bíl og þaðan uppí Smáralind til að klára skiptin, heim aftur að prófa bílinn sem virkar ljómandi vel. Gólfin er enn jafnskítug og þau voru í gær, jólatrén enn útí geymslu, en við þreytt og sæl og hæstánægð með öll ferðalögin - þau gáfu okkur nefnilega heilmikið tækifæri til að æfa jólalögin... búin að syngja og syngja og syngja eins og hálspestin leyfir mér... fór meira að segja útí það að reyna að kenna prinsinum að syngja "Blue christmas... " en hafði ekki erindi sem erfiði
ps. þessi myndalega kisustelpa á myndinni er Vetrarheims Kíví og er fædd árið 2006
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Þú ert að grínast !
Er ekki til eitthvað námskeið við þessu ?
Bibba (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 08:32
haha, mikið kannast ég við þetta vinnuvandamál
janúar er einmitt að verða fullbókaður hjá mér
Þarf annars að koma greinilega í kennslu til ykkar í jólalagasöng, ekki að ná að standa mig nógu vel
Snjóka, 20.12.2007 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.