Kannski bara stutt núna

Við rétt dröttuðumst úr sporunum, já, það voru þung sporin úr matartímanum í dag... í orðsins fyllstu merkingu!  XAL-grúppan mín hittist í árlegu jólahlaðborði í hádeginu og eins og venjulega þegar þessi hópur kemur saman var sko tekið til matar síns... og það var erfitt að príla aftur uppí bílinn hennar Bibbu.  Hlakka til að fara á jólahlaðborðið á næsta ári :)

Þetta ofan á óhóflegt konfektát síðustu daga er náttúrulega alveg að fara með allt saman, agalegur þessi desember... konfekt, afmæli og jól... mætti alveg dreifa þessu eitthvað yfir árið.

Svo verð ég að mæla með myndinni sem ég fór á í kvöld með Snjóku.  Ég hélt inní myrkan bíósalinn með engar væntingar.  Ok, kannski smá - ég vonaðist eftir að ég gæti kannski aðeins brosað að henni.  Enda eru breskar myndir oft nokkuð fyndnar.  En við veltumst um í sætunum af hlátri, og ég náði alveg að tala líka við myndina og hrópa upp yfir mig, og tárast...  vááá... besta mynd ársins fyrir mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að sjá hana.   Bara verð...

Bibba (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Rebbý

viltu vara mig við áður en ég les næst blogg hjá þér .... fékk þvílíka hryllingsgæsahúð þegar ég las XAL

Rebbý, 19.12.2007 kl. 08:56

3 identicon

Hvaða mynd??????? Segðu mér hvað hún heitir!

Úff, ferleg ruslpóstvörn hjá þér, hvernig á ég að geta reiknað summuna af fimm og sextán!!! 

Hrund (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 16:59

4 identicon

"Run, fat boy, run!" heitir myndin... mæli sérstaklega með að þreyttir kennarar sem geta ekki lagt saman tvær tölur skelli sér og gleymi lífinu í smá stund

Vilma (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 19:06

5 Smámynd: Laubba

jáhá maturinn var sko fínn:-)

Verð sko að fara að sjá þessa mynd, gaman þegar myndir eru skemmtilegri en maður þorir að vona:-)

Laubba , 19.12.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband