17.12.2007 | 21:06
Er ég rugluð?
Ég reyndi að standa í fæturnar, rokið barði á bakið á mér og reif í fötin. Regnið buldi á mér og ég fann vatnið renna niður fæturnar. Ég fann hvernig ég riðaði í veðurhamnum og átti í stökustu vandræðum með að halda mér á fótunum. Ég hallaði mér í átt að bílnum, dauðfegin að hafa komið barninu mínu í skjól þó svo ég stæði þarna og gæti mig ekki hreyft. Hálspestin er ekki hrifin af því að vera útí roki og rigningu og ákvað að refsa mér með ofsafengnum hósta svo ég stæði nú á öndinni líka.
Í augnablik fór ég yfir stöðuna og hvernig ég gæti losnað úr henni. Ég ríghélt í þunga innkaupakerru sem reyndi óþreyjufull að sleppa og vildi greinilega skoppa af stað í rokinu, láta vindinn bera sig áfram. Já, ég hélt í innkaupkerruna með annari höndinni. Hin höndin var upptekin, því ég var einnig með fangið fullt af klósettpappír sem ekki var möguleiki að leggja frá sér í rokinu.
Vindurinn stóð uppá bílinn.. sko hurðina sem enn er hægt að opna, hinum megin er afturhurðin biluð eftir að hafa fokið uppí roki fyrir nokkrum mánuðum síðan. Einnig veginn varð ég að ná að opna bílhurðina, án þess að sleppa innkaupakerrunni (sem enn tosaði í mig og grátbað mig um að leyfa sér að skoppa um bílastæðið) og án þess að sleppa klósettpappírnum sem vildi endilega takast á loft.
Ég reyndi að troða klósettpappírnum undir höndina sem hélt í innkaupakerruna og rykkja upp bílhurðinni... sem bifaðist ekki enda stóð allt verðið uppá hana. Ég var alvarlega farin að íhuga að sleppa bara helvítið innkaupakerrunni og láta þetta gossa... bjarga sjálfri mér á meðan ég var enn á lífi. Og þá þegar ég var orðin nógu örvæntingarfull opnaðist bíllinn og ég náði að henda klósettpappírnum inn, varð reyndar að sleppa innkaupakerrunni rétt á meðan sem lagði strax af stað í ferðalag en ég náði að grípa hana og hanga á henni. Ég kom mér fyrir í opinni hurðinni svo hún myndi ekki skella aftur og næsta verkefni var að reyna að ná þungum pokunum uppúr kerrunni á sama tíma og ég barðist við að ná andanum á milli hóstakasta. Loksins voru allir pokarnir komnir inn og ég gat sest sjálf inní bíl í rennandi blautum fötum... mig kveið fyrir að koma heim og þurfa að burðast með pokana inn úr bílnum.
Litla verslunarferðin sem hafði byrjað með því að ég og prinsinn ætluðum að kaupa okkur eitthvað að borða og ætluðum að kaupa nokkra liti af perlum hafði snúist uppí hryllingsferð þegar mér (aleinnri) datt í hug að versla bara snöggvast inn fyrir jólin og fyllti af því tilefni körfuna af kjöti, laxi, baunum, rauðkáli, kartöflum, gosi... þið vitið - öllu sem þarf til að halda jól. Gleymdi alveg að hugsa útí að koma þessu heilu á höldnu heim í storminum sem geisaði... það góða er að ég á bara eftir að kaupa ís fyrir hátíðirnar!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Passar að kaupa ísinn á morgun. Þá er einmitt spáð roki og rigningu.
Annars... er þetta ekki spurning um að fara að flytja til spánar eða eitthvað... ?
Bibba (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:42
heyr heyr - Spánn - mæli með því þessa dagana.
Vantar alveg svona heimsendingaþjónustu eins og var þegar við vorum aðeins yngri að vinna í verslun fyrir einhverjum hóst hóst árum síðan.
Rebbý, 19.12.2007 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.