gefst upp... held ég

Alla vikuna er búin að vera vaxandi hálspest að hreiðra um sig í hálsinum á mér.  Alla vikuna er vaxandi slappleiki búinn að hreiðra um sig um allan líkama.  Ég get varla andað, hver andadráttur er sár og ég stend á öndinni.  En alla vikuna er ég búin að lofa sjálfri mér að um helgina fengi ég að hvíla mig, jafna mig, ná heilsu.  Einmitt. Veit á hverju ég var þegar mér datt það í hug.

Auðvitað var þetta stóra afmælishelgina og ekkert hægt að hætta við það þó húsmóðirin standi og hósti.  Nei nei, í gær var strákaafmæli með tilheyrandi húllumhæi og hamagangi.  Húsmóðirin komst varla heim eftir það og allar tilraunir til að koma húsinu í stand voru máttlausar.  Alla vikuna hef ég nefnilega ekki verið í standi til að gera eitt eða neitt á heimilinu.  Ég vonaðist því eftir góðum nætursvefni svo að hægt væri að bjarga því sem bjargað yrði og halda almennilegt "fullorðins" afmæli í dag fyrir drenginn.  Í staðinn fyrir góðan nætursvefn fékk ég verstu nótt "ever"... hóst hóst og gubb gubb....

Núna horfi ég á dót útum allt gólf, skítuga bolla og diska og ég meika ekki að vaska upp. Nei, nú er ég orðin veik og verð að drífa mig að ná mér fyrir morguninn svo ég komist í vinnuna.

 Prinsinn minn er hinsvegar hæstánægður með báðar afmælisveislurnar og svaka montinn af því að vera orðinn átta ára.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

enda bara flottur afmælisstrákur sem tók á móti manni í fullorðins afmælinu.
til lukku með guttann, þú ert einstaklega hæfur púslari á svona stríðskappa

Rebbý, 19.12.2007 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband