14.12.2007 | 21:42
The naked programmer...
Líf hugbúnaðarfólks er þrungið spennu, alltaf og fullt af óvæntum vandamálum. Í dag börðust litli forritarinn og líffræðingurinn í gegnum veðurhaminn í heimsókn til viðskiptamanns til að rétt aðeins skella inn smá breytingu. Forritarinn setti stoltur upp fegurðardrottningarborðann sem hún hafði áunnið sér í jólavinaleiknum í vinnunni. Skellti borðanum á öxlina svona fyrst þetta var bara skottúr, það er nú ekki á hverjum degi sem maður getur státað af svona borða. Litla forritaranum fannst þetta ágætis hugmynd, það er að segja þar til hún var búin að vera hjá viðskiptamanninum í þrjá klukkutíma og hitta örugglega alla sem voru að vinna... glansinn var aðeins farinn að fara af borðanum undir það síðasta. En hvað gera fegurðardrottningar þá? Kvarta þær? Ó, nei, þær brosa í gegnum tárin og bera borðana sína með stolti og það gerði litli forritarinn líka.
Ég held við verðum að hringja á aðstoð, sagði forritarinn við líffræðinginn þar sem þau sátu útá lager og komust hvorki aftur á bak né áfram, endalaus vandamál. Nei, nú þurfti að hringja í stóra forritarann. Forritarinn tók upp símann og valdi númerið af kostgæfni. Og eftir smá hugleiðingar og pælingar með stóra forritaranum fékk hún hann til að takast á við verkefnið.
Viltu að ég kompæli fyrir þig, spurði stóri forritarinn. Litli forritarinn jánkaði og gat ekki falið hvað henni létti hjálp var á leiðinni. Ahhhhhh, andvarpaði stóri forritarinn í símann og sagði svo með semingi: æ, þá verð ég að fara úr fötunum!
Hún fann hvernig roðinn hljóp í kinnarnar, hún er nú einu sinni sómakær forritari. Ha? Forritar þú alltaf nakinn?, spurði hún og leit með furðusvip á líffræðinginn sem sat við hliðina á forritaranum og heyrði bara aðra hlið samtalsins. Hann greip þetta á lofti. Er hann nakinn?, hváði líffræðingurinn og flissaði. Já!, svaraði forritarinn: Hann sagðist bara þurfa að drífa sig úr fötunum ef hann ætlaði að laga forritið fyrir okkur! Kannski er hann alltaf allsber að forrita! Forritarinn flissaði líka. Tilhugsunin um stóra forritarann að rífa sig úr fötunum til að geta sest við tölvuna var bara einum of. Sennilega mun þessi brandari lifa hjá okkur um langa tíð...
Á hinum enda línunnar heyrðust mótmæli úr fjarska. En forritarinn og líffræðingurinn voru of upptekin af því að flissa til að heyra stóra forritarann endurtaka: Úr útifötunum, Vilma! Úr útifötunum! Ég var úti þegar þú hringdir.... Ég var bara að fara úr útifötunum!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hljómar mikið meira spennó ef maður les ekki lokalínurnar
Rebbý, 14.12.2007 kl. 21:55
hahaha, já líf forritarans er allt fullt af spennu og óvæntum atburðum
Snjóka, 14.12.2007 kl. 22:31
Á tímabili þá var þetta mjög "visualt" og mér brá mikið!
Líffræðingurinn (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.