12.12.2007 | 23:04
Jólaprinsinn!
Mamma, ég vil ekki fá kartöflu í skóinn... ég verð að fara að sofa...., tilkynnir prinsinn mér þegar ég ákveð að skreppa með hann út í búð að redda nesti fyrir morgundaginn. Klukkan er rétt rúmlega sjö. Ég reyni að sannfæra hann um að jólasveinninn gefi honum ekki kartöflu þó hann bíði með að fara í rúmið í klukkutíma í viðbót. Með semingi trúir hann mér og fer með útí búð.
Ég skil ekki bekkjabræður mínar, stynur hann þegar ég segi honum að fyrsti jólasveinninn komi að kvöldi ellefta. Þeir segja að hann komi tólfta Ég lendi í vandræðum með að útskýra að bæði sé rétt. Ekki gott að senda barnið í skólann með það að hann einn hafi rétt fyrir sér. Náði að bjarga jólasveinamálinu á endanum. Allir fengu í skóinn sömu nótt, góð endalok.
Mamma! Mamma! Ég ætla að biðja KertaSleiki um leik!, kallaði prinsinn til mín úr aftursætinu á bílnum. Uhhhh.... Kertasleiki? Eitthvað ertu að rugla saman nöfnum, áttu við Kertasníki?, svaraði ég og kímdi við. Já! Hann! Það er hægt að skrifa honum bréf...., kallaði hann til baka og á eftir fylgdi löng saga um vitneskju frá hinum margfrægu bekkjabræðrum sem höfðu hjálpað honum að semja bréf til að biðja um tölvuleik í skóinn.
Og nú er tími jólalaganna. Við setjum stundum jólalög í spilarann, íslensku jólaballalögin eru í uppáhaldi og af því að nú eru jólaböll framundan og söngskemmtun á morgun er tilvalið að æfa sig svolítið. Ég á heima í Frakklandi! Frakklandi! Frakklandi!, syngur prinsinn minn hástöfum og klappar saman höndunum. Ég brosi við og reyni að leiðrétta hann, það er Klappland... ekki Frakkland. En hálftíma seinna heyri ég hann enn gaula að hann búi í Frakklandi þar sem klárlega er siður að klappa saman höndum. Ég gefst upp.
Prinsinn minn er semsagt að uppgvötva jólin þessa dagana og það er svo sannarlega spenningur. Ekki minnkar spenningurinn við það að hann á afmæli um helgina og því mikið pakkaflóð framundan, mikið fyrir lítinn mann að höndla. Hann er ötull að búa til jólaskraut þessa dagana, mála piparkökur, skreyta, hengja upp ljós, syngja og njóta jólaundirbúningsins. Ég sver það, ég held bara að barnið sé kannski eitthvað skylt mér...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
já gæti verið að þú ættir eitthvað smá í honum
fátt skemmtilegra en upplifa jólin í gegnum börnin, ég sakna þess
Rebbý, 13.12.2007 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.