Will you merry me?

Ég  tók andköf, annað hvort af sjokki eða æsingi, þegar sæti læknirinn kraup fyrir framan mig.  „Oh, my god“, þaut í gegnum hugann: „Þetta er svona bíómyndamóment“.  Svo sprengdi hann allar væntingar mínar um bónorð þegar hann bað mig um að klæða mig úr sokkunum.  Ok, svo nýja hárgreiðslan hafði ekki gert hann brjálaðann af ást til mín... svo það var ekkert annað að gera en að sitja pen og fín og njóta þess að láta hann strjúka mér um tærnar.  Reyndar var þetta meira klípur og að beygja tærnar á alla enda og kanta en maður sættir sig bara við það sem maður fær. Svoleiðis er það bara.  ´

„Andskotinn!“ – ég hafði gleymd að lakka á mér neglurnar.  Þarna sat ég og starði í skelfingu minni á ómálaðar táneglur í höndum sæta læknisins.  Þarna lærði ég mikilvæga lexíu.  Alltaf, alltaf, hafa lakkaðar táneglur þegar maður fer útúr húsi, það er aldrei að vita hvenær fallegur maður skellir sér á hnén fyrir framan mann og biður um að fá að kíkja.  Þetta er svona ávallt tilbúinn dæmi, svona skáta eitthvað. Pottþétt kennt í skátunum, verst að ég var rekin þaðan á sínum tíma.

„Verst að þú ert ekki að æfa hlaup núna...“, sagði Bibba og horfði á mig kankvís á svip.  „Nú?“, svaraði ég að bragði og náði ekki tengslunum þar sem ég var í óða önn að segja henni  frá öllu sem á daga mína hafði drifið.  „Nú, þú veist sterar...“, sagði hún og virtist vera hálfhneyksluð á vitleysunni í mér.  Ó, ég hafði ekki áttað mig á því að sterarnir sem fallegi læknirinn hafð skipað mér að innbyrða væri sniðugir í hlaup og svona... kannski ætti ég að drífa mig í lyftingar eða hlaup næsta mánuðinn... annað hvort það eða einbeita mér að fótsnyrtingu fyrir næsta tíma.  Hmmmm, æfa hlaup eða lakka á mér táneglurnar... þetta er erfið spurning


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

FÓTSNYRTING fyrir næsta tíma - ekki spurning
en gott að læra þetta, tek þetta mér til fyrirmyndar   veitir ekki af mögulegum bónorðum   hahaha

Rebbý, 11.12.2007 kl. 23:03

2 identicon

Ef þú æfir nógu mikið hlaup þá verða táneglurnar fjólubláar og þá þarftu ekkert að spreða í naglalakk

Eva (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 13:25

3 identicon

sammála Evu... bara bæði... :D
Er sjálf með ofsaflottar fjólubláar neglur á stórutám.... voðalega lekkert... viðhaldsfrítt og algjörlega vistvæn og náttúruleg fegurð ;)

adda (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 15:39

4 identicon

Jæja, þetta var ekki erfitt val.
Næsta hlaupaæfing er á föstudagsmorgunn klukkan 7, rétt hjá heima hjá þér
:)

Bibba (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband