Ég var týnd, en er nú fundin...

Alltaf þegar ég held að ég sé búin að sparka helvítis þunglyndispúkanum endanlega úr húsinu laumast hann aftan að mér þegar ég á sýst von á.  Ég hélt að ég væri bara í góðum gír þegar bévítið náði að bíta mig í hælana og ég tók hressilega dýfu niður á.  Ég skall í gólfið með háum skell og get bara þakkað mínu frábæru vinum fyrir að reisa mig aftur, grípa mig þegar ég dett og reisa mig svo við aftur.  Þó koma hver á fætur öðru og ýta undir mig og tosa mig upp af gólfinu þar sem ég vil helst bara liggja þegar svona er á komið.

Ég skell niður og um leið er nærri borin von að blogga.  "Ég sagði að þú værir ómöguleg...", hvíslar púkinn í eyrað á mér.  "Ég vissi allan timan að þú værir aumingi...", æpir hann og skellihlær og ég get ekki hugsað mér að sýna öllum hvað ég er ómöguleg og mikill aumingi.  "Hver heldurðu að vilji lesa þessa vitleysu", heldur púkinn áfram og ég ákveð að það er best að vera ekkert að angra heiminn með heimskulegum innleggjum.

Þessi síðasta dýfa var svo harkaleg og svo óvænt að ég var eiginlega komin niður úr öllu þegar ég áttaði mig.  En æfingin skapar meistarann og þótt það væri freistandi að leggjast uppí rúm, breiða upp fyrir haus og hætta að skipta sér að heiminum dröslaðist ég áfram og á eftir vinum mínum sem halda áfram að stinga uppá einhverju skemmtilegu að gera, þvinga mig til að taka þátt í lífinu.  Og æfingin hefur líka kennt mér að ég verð að halda áfram, því ef ég legst upp í rúm verð ég bara þar - þá er þetta bara búið spil.  Og með þessari æfingu, með því að mæta lífinu (ekkert endilega brosandi) er ég nokkuð snögg á fætur aftur og í dag er ég aftur orðin ég sjálf.  Búin að hrista púkann af hælunum, í bili. 

Og nú er ég aftur sest við tölvuna, tilbúin að angra alla sem kíkja hérna inn.  Tilbúin að sýna heiminum hvað ég er mikið kjánaprik og bara stolt af því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú ansi bara flót að koma þér upp Vilma mín, ég varð ekki vör við þessa dýfu. En ég er dyggur lesandi þinn og hef mikið gaman af. Og þú ert bara dugnaðar forkur og snilldar penni í mínum augum.

Ragna Vigdís (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Laubba

Mikið er gott að þú ert komin aftur, þú ert duglegust( svona eins og maður segir við börnin ;-)) Maður saknar þess nú alltaf þegar þú bloggar ekki í nokkra daga, þótt maður sé ekki að kvitta næginlega oft vantar eitthvað þegar maður missir af Vilmu bloggi. Vantar nokkur bros yfir daginn hjá manni Gleymdi líka allaf að segja þér að mamma mín er einlægur aðdándi þinn.

Laubba , 11.12.2007 kl. 00:38

3 identicon

Þessi var harkalegur já en þú ert líka duglegust

Bibba (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 08:36

4 Smámynd: Snjóka

Velkomin aftur og þú ert náttúrulega langduglegust

Þú átt svo Pespi Max hjá mér sem þú gleymdir í bílnum hjá mér um helgina, vanda mig við að drekka það ekki hehe

Snjóka, 11.12.2007 kl. 10:03

5 identicon

Elsku Vilma, mikið er nú gott að þú ert að hressast. 

... við viljum heldur vita af þér "á heldur góðum stað"

... og svo eru bloggin þín alltaf svo frábær... svo ég viðurkenni nú pínu eigingirni.

You go girl :D

Adda (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 11:13

6 identicon

Gott að heyra að þú sért á uppleið enda verður þú að vera í formi til að taka á móti nýja bleika "uppáhaldinu" ;-)

Baráttukveðja

Elín

Elín (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:04

7 Smámynd: Rebbý

kannast við þennan púka - kemur yfir okkur öll og þá einmitt er gott að eiga góða að
velkomin aftur

Rebbý, 11.12.2007 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband