3.12.2007 | 21:11
Hjálp! Vill einhver grafa mig útúr hrúgunni?
Ég veit ekki hvort ég hálfviti eða bara haldin einhverri dularfullri sjálfpíningarhvöt. Annað hvort er það allavega. Í alvöru - ég er gjörsamlega búin að koma mér í klemmu einu sinni enn... Jebb, sko helgin byrjaði vel.. bara rólegheit en engin rómantík samt.
Við í fjölskyldunni vorum svo búin að ákveða að skreyta á sunnudagskvöldinu, enda reynum við yfirleitt að byrja 1. des eða fljótlega eftir hann. "Hmmmm", hugsaði ég og horfði gagnrýnum augum á hilluna inní fatahengi. "Kannski að það mætti nú þurrka pínulítið af áður en skrautinu er hent upp... " Svo kíkti ég fram í stofu og hugsaði: "Og svo mætti kannski tína saman drasl prinsins og taka til á borðunum, best að ég vindi mér í þetta"
Þetta var um miðjan dag í gær. Nú sit ég gráti næst á gólfinu inni hjá prinsinum og sortera legó kalla og playmo og sé ekki uppúr hrúgunni sem umkringir mig. Það er ekki hægt að ganga um ganginn, við verðum að hoppa eins og við séum apakettir til að komast á klósettið. Ég sé ekki lengur í sófann í stofunni fyrir drasli og þvotti, ekki séns að finna borðin. Eldhúsið er á hvolfi og auðvitað ekki búið að vaska upp síðan á laugardagskvöld. Ég þykist vita að baðherbergið er bak við hrúguna á ganginum og ég veit eins og er að þar eru byrjaðar að safnast upp hrúgur af ýmsum toga.
Á jákvæðu nótunum get ég sagt að þvottahúsið mitt er í þokkalegu standi og það þarf ekki lengur að þurrka af hillunni í fatahenginu. En jólaskrautið er auðvitað enn útí geymslu og miðað við ástandið núna og hversu hægt gengur að koma þessu aftur í lag byrjum við sennilega ekki að skreyta fyrr en á Þorláksmessu.
Hvað er eiginlega að mér og af hverju ég kem mér í þessa vitleysu aftur og aftur veit ég ekki. Það er einn af leyndardómum lífsins en sá sem nær að leysa gátun og gefur mér ráð við þessu verður besti vinur minn í heimi.
Nú gref ég mig aftur niður í hrúgur af leikföngum og vonast til að komast í að sortera eitthvað hrúgurnar á ganginum í kvöld...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Hentu bara öllu draslinu Vilma
og málið er leyst!!!!
Hrund (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 17:05
viðurkenndu bara að þig langaði í Playmó og þorðir ekki að játa það fyrir syninum
Rebbý, 4.12.2007 kl. 18:51
Sumir bara læra aldrei af reynslunni ;)
Bibba (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.