duglegust í engu

Það var nú ekki hátt á mér risið uppúr átta í morgun þegar prinsinn ákvað að við ættum að fara á fætur.  Ég reyndi að snúa mér á hina hliðina og halda áfram að kúra.  Þá bættust kettirnir í lið með prinsinum... allir svangir, allir vildu fá athygli og lítið annað að gera en að skottast fram úr rúminu og nota fyrsta tækifæri til að skríða uppí aftur.

Ekki það að ég hafi verið alltof lengi útí gær, nei nei, ég náði að koma heim svona vel rúmlega tvö úr geysiskemmtilegu afmæli hjá Mása þar sem hljómsveitin Vítamín fór á kostum.  Kannski er aldurinn farinn að segja til sín, en ég var alveg til að fara heim á þessum tíma. Held samt að það hafi frekar eitthvað að segja með allt of mikið stress síðustu vikurnar, það og brjáluð vöðvabólga. 

Dagskrá dagsins í dag var svo að gera ekkert.  Ég er búin að vera mjög staðföst í þessu... framundan er aðventan með öllu jólaveseninu, jólaskrauti, verslun, afmæli prinsins og ég veit ekki hvað.. svo þetta var eini dagurinn til að gera ekki neitt. 

Og mikið er ég búin að vera dugleg.  Leggja mig uppí rúmi, skríða fram og lesa blöðin, leggja mig í sófanum, góna á sjónvarpið, blaðra frá mér allt vit í símanum... semsagt gera ekki neitt.  Markmiðið er að auka sjónvarpsgláp á næstu vikum... svona til að slappa af...

Geisp, farin að finna mér stað að leggja mig á


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gott að hvíla sig og slaka á. Ég hvet þig áfram í því.

Kv Ragna Vigdís

Ragna Vigdís (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 21:32

2 Smámynd: Rebbý

flott hjá þér Vilma, ég er ánægð með þig - átti alveg eins dag sjálf

Rebbý, 2.12.2007 kl. 11:41

3 identicon

Duglega :)

Bibba (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband