29.11.2007 | 21:40
Ég vil fá básana
"Já, já... þegar það kom í fréttunum um að búð á spáni byði uppá karlahorn fannst öllum það frábær hugmynd. En um leið og Hagkaup gerir það á Íslandi er það kynjamisrétti. Feministar eru strax farnir að agnúast út í þetta...", sagði einn félagi minn í hádeginu í dag, mjög hneykslaður.
Óvenju fjörugar umræður um stöðu kvenna, feminista og karlmenn sem pissa sitjandi skemmtu okkur svo við vildum helst sitja sem lengst. Karlahornið kom þar mikið við umræðu. Þar sem kvennfólk við borðið var í minni hluta hlustaði ég á drengina lýsa yfir ánægju sinni með hornið góða. Hugsuðu sér gott til glóðarinnar, geta fengið sér bjór og horft á enska boltann.´
Ég í fávisku minni spurði hversvegna konurnar þeirra tækju þá eiginlega með. Af hverju þær skyldu þá ekki bara eftir heima með börnin. Ég myndi miklu frekar fara ein að versla en að dröslast með karl og krakka og þurfa svo að koma öllu genginu fyrir í pössun. "Heyrðu sko... einhver þarf að keyra bílinn", var svarað um hæl. Já, auðvitað hvers vegna sá ég það - auðvitað þarf konan að hafa einhvern með til að bera pokana og keyra bílinn. Vitlausa ég.
Annars er ekki hægt að kvarta yfirleitt undan misrétti kvenna á vinnustaðnum mínum. Við erum með óvenjuhátt hlutfall kvennmanna í vinnu miðað við hugbúnaðarhús og drengirnir koma vel fram við okkur þrátt fyrir gáskafullt gaspur í hádeginu sem bara til að draga fram öfgarnar.
Eina sem mér finnst á mér brotið í vinnunni eru klósettmálin. Sko á hæðinni minni eru þrjú klósett, 2 fyrir karla og svo eitt sem sem gegnir bæði hlutverki kvennaklósetts og fyrir fatlaða. Gott mál. Nema karlmennirnir nota kvennaklósettið óspart svo við verðum oft að bíða í röð. Ég væri sátt ef við fengjum bara bæði klósettin þeirra (sem eru básar) og þeir fengju okkar... þá gætum við setið á básunum okkar allan daginn og þeir staðið í röð við sitt klósett!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
eitt smá komment fyrir vinina þína - ef þeir ætla að sötra bjór og horfa á boltann, verður þá ekki konan hvort eð er að keyra heim sjálf og ef hún er lengi að versla þá væri bara hætta á að hún þyrfti ekki bara að bera pokana sjálf út í bíl heldur styðja kallinn líka
Rebbý, 30.11.2007 kl. 20:59
Hmmm... ef það væri einhver á mínu heimili sem vildi frekar sitja í fótboltahorninu að drekka bjór en versla þá væri það ég. Ætli konum og femínistum sé bannaður aðgangur að þessu fyrirbæri ?
Frábær hugmynd með klósettin. Spurning um að setja hana í ábendingarbrunninni...
Bibba (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.