Jólajólademantur

"Er ţetta ekki fallegt?", spyr prinsinn mig og heldur svo áfram međ glampa í augunum: "Ţetta er demantur!"  Ég brosi útí annađ og samsinni honum, jú, ţetta er óskaplega fallegt. Svo tek ég viđ skrautinu og prófa ađ halda á ţví og láta ţađ dingla, sit og stari á ţađ hugfangin.  Prinsinn minn er dálítiđ fyrir skrautlega og litríka hluti, veit ekki hvađan hann hefur ţađ.  Ég gat ţví ómögulega neitađ honum um jólaskraut sem honum langađi svo mikiđ í, bleikt úr hálfgagnsćju plasti til ađ hengja upp í loftiđ.  Viđ erum búin ađ dingla ţessu fyrir framan okkur í kvöld og sjá hvernig heimurinn verđur svo miklu skemmtilegri ef mađur horfir í gegnum "demantinn".

Jebb, viđ prinsinn skelltum okkur í leiđangur í dag.  Jólainnkaupaleiđangur.  Ekki ađ kaupa mat, ekki ađ kaupa gjafir. Nei, viđ fórum í ţeim tilgangi ađ skođa jólaskraut bćjarins.  En ađalega til ađ athuga hvort viđ fyndum jólatré sem okkur langađi í.  Prinsinn var alveg í essinu sínu og gefur mömmu gömlu lítiđ eftir viđ skođun á glingri, ţví skrautlegra ţví betra.  Viđ fundum ekkert fallegt jólatré, íslendingar eru ađeins of hefđbundnir í jólatrjám.  En í stađinn varđ ég ađ standa illa á bremsunni til ađ eyđa ekki öllum peningunum í jólaskraut.  En ég keypti samt pínulítiđ nýtt.  Eins og skraut fyrir stofuljósin, og gangljósiđ, og ađeins meiri hengiskraut, og jólatréskraut, og sćtar styttur, og jólahandklćđi og seríustand... Ţađ var alveg fullt fullt í viđbót sem mig langađi í en ég var mjög ákveđin viđ sjálfa mig.  "Nei, Vilma! Ţetta gengur ekki... ţađ er enn tćpur mánuđur til jóla og fullt af tćkifćrum til ađ draga meira skraut heim...", sagđi ég viđ sjálfa mig í höstum róm og inní mér stappađi ég niđur fćtinum líka til áherslu.  JólaskrautsVilma setti upp skeifu og lagđi frá sér spiladósina sem hana langađi svo, snéri sér viđ og rak augun í svo ósköp fallegan fugl sem fćri svo vel á hvíta jólatrénu... "Nei! Settu fuglinn niđur... Ţú fékkst ađ kaupa músastytturnar... slepptu ţessu..." og jólaskrautsVilma lagđi frá sér glerfuglinn međ fjađrastéliđ og hélt heim á leiđ međ nokkra poka en ekkert nýtt jólatré

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

uss  skal lána ţér tréđ mitt - ţađ kemst eiginlega ekki fyrir í litlu stofunni minni - ţrátt fyrir ađ ég hafi veriđ búin ađ finna íbúđina síđustu jól ţá keypti ég of stórt tré
en já - ţađ er auđvelt ađ tapa sér algjörlega í jólaskrauts innkaupum - förum EKKI saman í bćinn fyrir jól

Rebbý, 28.11.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Snjóka

Ef ég sé bleikt jólatré í Mekka jólaskrautsins, ţá dreg ég ţađ međ mér heim

Snjóka, 28.11.2007 kl. 23:09

3 identicon

Bíddu, hvađ varđ um bleika jólatréđ sem ţú keyptir í fyrra ... eđa var ţađ í hittifyrra ?
Og hvar ćtlarđu ađ koma fyrir einu jólatrénu enn ?
Áttu ekki ţrjú ?
Var ég vođa leiđinleg núna ?

Bibba (IP-tala skráđ) 29.11.2007 kl. 19:11

4 Smámynd: Vilma Kristín

Sko.... ég á BARA tvö - eitt hvítt og eitt grćnt međ ljósleiđara... ekkert bleikt ennţá.  Og ţađ er bara ţađ sem ég verđ ađ eignast... bara verđ...

Tveggja daga yfirlega á netinu er vonandi ađ skila mér fallegasta bleika tré í heimi...  sjáum hvađ gerist

Vilma Kristín , 29.11.2007 kl. 19:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband