27.11.2007 | 22:42
Bang eða ekki bang
Ég horfði á Kompás í kvöld með hryllingi. Nei, ég lýg... ég hlustaði á Kompás á meðan ég skúraði... þó það sé enn langt í land er íbúðin samt að byrja að líkjast mannabústað aftur, ótrúlegt hvað smá gólfþvottur og uppvask getur gert. En aftur að Kompás, ég er eiginlega svotil hætt að horfa á sjónvarp en ákvað að kveikja á því og hafa það á meðan ég æddi um eins og stormsveipur, aðalega vegna umfjöllunarefnisins. Ef það er eitthvað sem hræðir mig í þessum heimi eru það skotvopn, og þá líka þeir sem hafa skotvopn undir höndum.
Mín skoðun er að ef það á að leyfa þessi vopn ætti að byrja á því að herða reglurnar, skylda menn að hafa læsta skotskápa, skylda menn að geyma byssur og skotfæri ekki á sama stað. Harðari reglur myndi minnka hættuna á slysum og vonandi minnka hættuna á að skotvopnum sé stolið. En ég er nógu skynsöm til að vita að harðari reglur stoppa ekki vitleysingana sem komast yfir skotvopn á ólöglegan hátt, erfitt að stoppa það, því miður.
Ég get allavega sagt að byssur koma aldrei aftur inná mitt heimili, ég ætla ekki að búa aftur undir því að hafa hlaðna byssu í íbúðunni. Hafa hlaðna byssu á sama stað og börnin mín. Og aldrei aftur ætla ég að fara að sofa vitandi af slíkum hlut rétt við höfuðið á mér. Ætti ekki að vera reglur að það þurfi allir á heimilinu að samþykkja áður en einn fær skotvopnaleyfi? Á hversu mörgum heimilum ætli það séu byssur, ætlaðar til veiða, í óþökk einhverra heimilismanna? Nei, mér líður illa að hugsa um vopn sem mér finnst að eigi ekkert erindi inná heimili þar sem eru börn og vona að ég nái hrollinum úr mér og nái að sofa í nótt.
Mín skoðun er að ef það á að leyfa þessi vopn ætti að byrja á því að herða reglurnar, skylda menn að hafa læsta skotskápa, skylda menn að geyma byssur og skotfæri ekki á sama stað. Harðari reglur myndi minnka hættuna á slysum og vonandi minnka hættuna á að skotvopnum sé stolið. En ég er nógu skynsöm til að vita að harðari reglur stoppa ekki vitleysingana sem komast yfir skotvopn á ólöglegan hátt, erfitt að stoppa það, því miður.
Ég get allavega sagt að byssur koma aldrei aftur inná mitt heimili, ég ætla ekki að búa aftur undir því að hafa hlaðna byssu í íbúðunni. Hafa hlaðna byssu á sama stað og börnin mín. Og aldrei aftur ætla ég að fara að sofa vitandi af slíkum hlut rétt við höfuðið á mér. Ætti ekki að vera reglur að það þurfi allir á heimilinu að samþykkja áður en einn fær skotvopnaleyfi? Á hversu mörgum heimilum ætli það séu byssur, ætlaðar til veiða, í óþökk einhverra heimilismanna? Nei, mér líður illa að hugsa um vopn sem mér finnst að eigi ekkert erindi inná heimili þar sem eru börn og vona að ég nái hrollinum úr mér og nái að sofa í nótt.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
sammála þér með skotvopnin - en hey vantar þig ekki alltaf aukavinnu, mig vantar heimilishjálp og þú greinilega í þjálfun hahaha
Rebbý, 27.11.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.