Færri og minni...

"Vilma, þú verður að fara að læra að stramma þig af...", sagði Magga Bidda í símanum þegar ég var að bísnast yfir öllu sem ég þarf að gera á næstunni.  Hver dagur pakkaður af verkefnum.  Og þetta er alveg rétt hjá henni.  Ég veit það.  Og ég er svo sannarlega að vinna í þessu...  reyna að stökkva ekki til að skipuleggja eitthvað ef ég sé lausa stund.  Reyna.  Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandamálið.  Ég veit ég á að hvíla mig reglulega. "Hvíld á hverjum degi...", sagði sæti læknirinn um daginn.  En það er bara svo margt sem mig langar að gera og svo lítill tími. Annars fann ég það um helgina að ég var búin að keyra mig út einu sinni enn, svo ég stökk til þegar ég fékk boð í kaffiboð hjá Snjóku. Indælt alveg svona að sitja bara og njóta góðra veitinga og slaka á.

Annars er prinsinn minn að fá kattaæði.  Hann vildi endilega fá að handfjatla litlu kisubörnin hennar Möggu sem eru í vistun hjá Hrund.  Og hann sér stjörnur yfir nýja Cornish Rex kettinum þeirra... það er sko ákveðin kattategund fyrir þá sem ekki vita.  "Mamma, eigum við að fá okkur svona notalegan kött eins og Aliosha á?", spurði hann mig. "Svona sem er gott að klappa...."  Ég hélt nú ekki.  Ég er líka í stífu prógrammi að bæta ekki við dýrum á heimilið. Nei. þeim skal frekar fækka en fjölga.  En prinsinn vill endilega eignast sinn eigin kött.  Hann á engann kött aleinn og finnst lítið varið í að eiga með okkur.  Heimasætan var á sama aldri þegar hún fór að suða um kött - og fékk Millie.  En prinsinn verður bara að lifa við það að eiga fisk.  Það verður bara að duga.  Mamman er í aðhaldi - engin ný dýr og engar nýjar setur í nefndum.  Nei, bara hægja á.... og fækka...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

bíddu ég hélt að það ætti að vera orðið svo rólegt núna..... en það er kannski ekki fyrr en á næsta ári

Snjóka, 27.11.2007 kl. 09:02

2 identicon

Það hvernig heimasætan fékk Millie er ekki til eftirbreytni fyrir unga prinsa.  

Bibba (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 20:34

3 Smámynd: Rebbý

hey - var ég ekki búin að panta að fá að fara með næst þegar þú færir til sæta læknisins?
endilega láttu ekki eftir prinsinum með nýjan kött .... þarft að fela nægilega marga nú þegar til að ég komi í heimsókn

Rebbý, 27.11.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband