24.11.2007 | 22:44
Best í heimi?
"Mmmmmmm, þetta er betra en kynlíf", stundi ég og lygndi aftur augunum. "Vilma þó!", æpti Ása uppyfir sig. "Hvernig geturðu sagt svona? Hverskonar kynlíf hefur þú eiginlega stundað", skrækti Hrund og Ásdís horfði á mig með hneykslunarsvip. Ég brosti bara afsakandi, yppti öxlum og reyndi að kyngja kökunni sem ég var að borða um leið og ég hvíslaði: "Sko... ok, betra en mig minnir að kynlíf sé..." Svo horfði ég skömmustulega ofan í kökudallinn.
Við vinkonurnar erum búnar að eyða öllum deginum saman í dag. Eyða honum við bakstur. Okkar árlegi sörubakstur var í dag. Kökurnar heppnuðust mun betur en í fyrr og ferlið tók mun styttri tíma. Við snérumst hvor um aðra að hræra, vaska upp, hita síróp, baka, súkkulaði húða.
Varlega bar ég tóma skál undan kremi frá borðstofuborðinu inní eldhús og horfði löngunaraugum á afgangana. Ég stóðst ekki mátið og áður en ég vissi að hafði ég rekið skálina uppað andlitinu og rak tunguna eins langt ofan í og ég gat og sleikti skálina að innan við mikinn fögnuð viðstaddra - sem ég held að hafi bara verið öfundsjúkir því þeim datt í hug að framkvæma það sem þær voru að blaðra um.
Nú er afraksturs dagsins kominn í frystinn, eftir smakk í kvöld skiluðu sér yfir 40 kökur í frystinn og miðað við staðhæfingu mína fyrr í kvöld er það bara alveg eins og 40 ástheitar senur... geri aðrir betur.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Vilma, hvernig væri að bjóða mér í svona freðna ástarsenu? Held ég nenni ekki í sörubakstur þetta árið nefninlega hehehe
Rebbý, 25.11.2007 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.