21.11.2007 | 23:46
Ég verð rík! Ógeðslega rík!
Ég ætla að fara útí business, og á örugglega eftir að verða rík. Ferlega rík. Þetta er eiginlega bara borðliggjandi. Jebb, þannig er það bara. Ef ég held rétt á spöðunum á ég mjög góða möguleika á að verða bara mjög rík. Las nefnilega í einhverju af blöðum dagsins að fyrrverandi konan hans Paul bítils hvetur fólk til að sniðganga mjólkurvörur þar sem hlýnun jarðar er eiginlega bara kúm um að kenna. Í staðinn á fólk að gæða sér á rottumjólk eða kattamjólk. Já, og þar kem ég inní myndina. Ég á nú einu sinni 4 ketti. Bæði get ég notað þá til að búa til fleiri ketti sem seinna búa til mjólk og eins get ég byrjað strax að nota þá til að framleiða mjólk.
Best að ég trítli mig yfir til mjólkursamsölunnar og semji við þá. Ég held að það sé örugglega enginn kvóti á framleiðslu kattarmjólkar svo ég get bara byrjað að setja upp mjólkuhús, og byrjað að safna. Sé í anda mjólkurbílinn koma einu sinni í viku að sækja til mín mjólk. Nú og ef þeir vilja ekki semja við mig fer ég bara til Mjólku. En ég held að það sé nú bara formsatriði að skrifa undir feitan samning. Jú, það eru einu sinni frægu og ríku stjörnurnar sem bíða í ofvæni eftir lífrænni kattamjólk úr hreinræktuðum köttum frá Íslandi. Pottþétt mál.
Nú er bara að fara að vakna snemma til að mjólka, hvað ætli maður sé lengi að mjólka einn kött?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
haha, já þetta er sniðug hugmynd þó ég viti ekki hvort bróður mínum kúabóndanum þetta eins sniðugt
En Vilma, ég hef áralanga reynslu í því að hreitla og get kennt þér ef þú vilt (þarft fyrst að vita hvað það er áður en þú gerist mjólkurbóndi )
Snjóka, 22.11.2007 kl. 08:40
haha þar kom að því að ég gúddera alla þess kattaeign þína, læt mig hafa ofnæmið á næstunni og skal koma og hjálpa þér við morgunverkin ... gegn prósentum hahaha
Rebbý, 22.11.2007 kl. 08:44
Eftir að hafa kynnst ykkur kattafólkinu þá kemur mér núorðið ekkert á óvart. Í mínum augum er álíka klikkað að baða kött og fara út að ganga með kött í bandi eins og að láta sér detta í hug að mjólka kött
Bibba (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.