Mannstu ekki eftir mér? Mikið líturðu vel út, baby...

Hann kvaddi með nettu faðmlagi og um leið og leigubíll með Laubbu og Snjóku rann útaf planinu skokkaði hann af stað klukkan hálf fimm á sunnudagsmorgni, í fyrsta skipti sem einhver skokkar heim úr partýi hjá mér - en hvað sem skilar fólki heim er bara gott mál.  Ég stóð á stéttinni og horfði til skiptis á eftir leigubílnum fjarlægjast og Steini skokka létt yfir göngustíginn í átt að undurgöngunum.  Svo beygði leigubíllinn og hvarf sjónum mínum.  Steinn skokkaði í gegnum undirgöngin og hvarf sjónum mínum líka.  Ég snéri inn með bros á vör.  Mikið var ofurhugakvöldið búið að var skemmtilegt

Ég held ég hafi bara aldrei tekið í jafnmargar hlýjar hendur, faðmað jafn marga eða kysst jafn marga vanga.  Allir voru faðmaðir og kysstir.  Sumir oftar en aðrir.  Hvar eina sem litið var voru bros á vör, gleðiglampar í augum og óhætt að segja að inní salnum vorum við öll umlukin hlýju og vináttu.  Við í nefndinni brostum kankvíslega hvort til annars, sannfærð um að við höfðum gert rétt, sannfærð um að þetta er ein besta hugmynd sem við höfum fengið og framkvæmt.  Alla þessa viku höfum við verið með fiðring. Var þetta virkilega góð hugmynd?  Eða vorum við bara biluð að framkvæma þetta?  En svarið leyndi sér ekki á laugardagskvöldið, það var engin spurning að þetta var málið.  "Nei!  Þú hér!" og "Gaman að sjá þig" og "Langt síðan við höfum sést!" voru frasar kvöldsins.  Við máttum hafa okkur öll við að "mingla" - svo mikið af fólki, svo stuttur tími, svo mikið fjör.

"Á sama tíma að ári?", vorum við spurð, greinilega sjálfkrafa valin í næstu nefnd af flesum.  Við svöruðum með kurteislegu brosi en hristum svo hausinn.  Ekki kannski að ári, en hver veit hvað gerist síðar.  Held að við leggjum allavega ekki aftur í tæplega 90 manna veislu í sal með tveimur hljómsveitum og veitingum, bæði fljótandi og föstum frá veislueldhúsinu Straumsölum.  Við ákváðum nefnilega að elda sjálfar kjúkling fyrir partýið - svona til að spara pening.  Við verðum allavega að fá smá tíma til að jafna okkur eftir þetta, en ef ég tala fyrir sjálfa mig þá sé ég ekki eftir mínútu sem ég eyddi í undirbúning - gleðin sem skein af öllum var alveg nóg laun fyrir þá vinnu.

"Höfum partý...", sagði ég þegar verulega var liðið á kvöldið og ég ekki til í að sleppa öllum skemmtilegu félugum mínum.  Svo á meðan Steinn, Raggi og Laufey tæmdu salinn stukkum við Snjóka uppí kappakstursbílinn hennar Bibbu og brunuðum sem leið lá heim til mín.... hratt... "Bibba, mundu hægri réttinn!  Bibba, hér er hámarkshraði 30!", reyndi ég að stjórna að veikum mætti úr aftursætinu á meðan Snjóka og Bibba hljógu framí.  Enda náði ofurhuginn Bibba að skila okkur heim í hús - rétt áður en leigubílar fóru að streyma að... og svo kom fólk, meira fólk, meira fólk... og íbúðin fylltist.  "Bauð ég virkilega öllu þessu fólki?", hugsaði ég og yppti öxlum.  "Ja, það verður allavega stuð..."  Ofurhugar kunna að skemmta sér, við þurfum eiginlega ekkert annað en okkur sjálf og við vorum ekki lengi að ná upp töpuðum tíma - það var eins og við værum enn að vinna öll saman svo samheldin var hópurinn og svo bara hlegið fram eftir nóttu, hoppað á trampólíni, sofið í þvottahúsinu, læst sig inná baði, dansað, spjallað, drukkið, þar til síðustu ofurhugarnir snigluðust heim þegar komið var fram undir morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

Þetta var náttúrulega bara geggjað partý í alla staði og svvvoooo skemmtilegt fólk.  Ég er næstum því tilbúin í þetta að ári, þarf samt aðeins að hvíla mig meira. Sé samt ekki eftir sekúndu af þeim tíma sem fór í þetta 

p.s. Til hamingju með nýja bloggið og á ekkert að bæta við link á mig(mátt gefa fólki upp lykilorðið ef það spyr)

Snjóka, 19.11.2007 kl. 22:11

2 identicon

Fyrirgefðu Snjóka!  Þvílík yfirsjón að minnar hálfu, ég hef nú bætt úr - það er kominn linkur á þig hér til vinstri

Vilma (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Rebbý

Til lukku með vel heppnað kvöld, er samt nokkuð viss að kvöldið áður var litlu síðra
Velkomin hingað líka, mun fylgjast jafn vel með þér hér, ef ekki betur.

Rebbý, 19.11.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Laubba

Hrikalega skemmtilegt partý:-) Það besta á þessu ári og ekki mikið eftir til að toppa það

Bíð bara eftir að þið verðið tilbúnar í að skipuleggja annað, ég er til

Laubba , 20.11.2007 kl. 08:50

5 identicon

Já þetta var bara nokkuð gott hjá okkur. Svona bara allt eins og best gat orðið. Frábært fólk, mikið stuð, engin læti en mikið grín. Og allar myndirnar maður, það sést vel þar að engum leiddist og enginn fór svangur heim.

Raggi Palli (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband