Færsluflokkur: Spaugilegt

Forritarinn ósigrandi

Ef maðurinn hefði ekki verið í hinum enda bæjarins hefði ég örugglega rokið á hann og kysst hann.  Akkurat á þessari stundu elskaði ég hann.  Ég er nefnilega stundum þrjósk og ákvað að gefast ekki uppí dag fyrir bilaða tölvukerfinu.  Nei, ég ætlaði að laga allt, redda öllu, allavega koma kerfinu upp og í gang aftur.

Við tóku miklar og samhæfðar aðgerðir tölvufólks víðsvegar úr bænum.  Það er gott að vita í hvern á að hringja á svona stundu og að sá sem maður hringir í viti í hvern hann á að hringja.  Á endanum með þvingunum á kerfinu komst maðurinn í vesturbænum á sporið.  Það var þá sem fattaði hvað mér finnst hann klár.  Þá tók við að finna akkurat rétta manninn í endurræsingu á ákveðnum hlutum. Hann fannst úti að aka og var snúið hið snarasta heim til annars tölvugauks, þar braust hann inn og framkvæmdi næsta verknað.

Eiginlega vorum við eins og samhæfðir sundmenn, næstum því - allavega með samhentu átaki þó við værum hér og þar um bæinn reistum við hið bilaða tölvukerfi við, ýttum því mjúklega í gang og svo sat ég og horfði á það vinna.  Ég fann fyrir stolti, litla barnið mitt hafði aftur náð að stíga fyrstu skrefin án þess að detta og ég var hinn ósigrandi forritari.  Ja, allavega þessa stundina.  Svo fann ég þreytuna síga í mig og ákvað að sennilega var best að reyna að komast heim... annar dagur á morgun, líf forritara er sko aldrei dauflegt...


Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband