Við eltum uppi fótboltamenn

Ef eitthvað er að gera mdsc01503.jpgig brjálað þetta sumarið þá eru það fótboltaspilin.  Arrrgggg.  Gera mig brjálaða.  Í alvörunni.  Það er endalaust vesen með þetta. Fyrst var það enska deildin.  Nú er það Pepsi deildin.  Og svo þarf að raða þessu í möppu.  Og býtta. Og býtta.  Og býtta.  Eins og ég sagði endalaust vesen.

Prinsinn er samt rosalega hamingjusamur núna þessa stundina. Ástæðan?  Jú, við eltum uppi aumingjans fótboltamann sem tók á móti okkur heima hjá sér og áritaði fótboltamyndina af sér fyrir prinsinn. Og til að bæta um betur gaf hann prinsinum fullt af alls konar góðgætis tyggjói.  Og leyfði myndatöku.  Það er búið að vera erfitt fyrir prinsinn að bíða... en það var svo sannarlega þess virði.  Ekkert smá flott að eiga áritað fótboltaspjald! Fyrir þá sem eru ekki jafn vel að sér í fótbolta og ég (right) þá er þetta Kjartan Ágúst Breiðdal, sem leikur með Fylki og er frændi Rebbýar.  Jebb, maður nýtir sér samböndin!

Annars var þetta sennilega með rólegri dögum sumarfrísins.  Prinsinn vaknaði í morgun alveg stíflaður, með ljótan hósta og slappur.  Ég vaknaði með hálsbólgu.  Frábært. Svo við eyddum deginum að mestu bara uppí sófa að slaka á... eða æfa okkur í því allavega.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já ég sá strax hver þetta var!!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 23:01

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Myndin er góð though :)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Rebbý

já hver þekkir ekki Kjartan Ágúst í sjón  hehehe
en það var gott að gleðja prinsinn svona ... verður kannski friður í nokkrar mínútur næst þegar ég hitti hann ... ÁFRAM FYLKIR í kvöld

Rebbý, 23.7.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband