Að hrista myndir...

"...alveg svona pasjónit...", stundi Rebbý með glampa í augum og roða á kinn. Við hin færðum okkur nær, vildum ekki missa af orði, hvað fleira stunda fólk svona almennt. "Svo daginn eftir þurfti ég að laga til myndirnar... ", tísti í Rebbý sem sýndi okkur með lábragði hvernig hún hafði þurft að rétta af myndir og draga til stóla. Ég og Snjóka andvörpuðum og ég hallaði mér farm á borðið: "Og hvað svo?"

Við vorum öll búin að missa áhuga á kananum sem við vorum að spila - og ég var að tapa, ótrúlegt en satt. Í staðinn sátum við ljónin þrjú, ég, Gunni og Snjóka, límd við frásögn Rebbýar af því hvernig virkt fólk útum allan bæ stundar þá iðju að hrista myndir. Hversu góður hristingurinn var má dæma af afstöðu myndana og marblettum á baki, þremur dögum síðar.

"Vá, hvað þetta hefur allt breyst... ", hugsaði ég og leit á hin ljónin sem virtust vera eins spennt og ég yfir þessari sögu. Rebbý roðnaði við áhugann og athyglina og hló innilega þegar við kröfðumst nánari smáatriða. Er gott eða slæmt að vera í sokkum við myndahristingar? Miklar pælingar þar um, en niðurstaðan er að sokkar með gúmmíhnöppum neðan á eru leyfilegir... enda næst þá svo gott grip til að hrista myndirnar. Sokkar án gúmmíhnappa eru hins vegar out. Totally!

"Ég hef ekkert gaman af mynum", sagði Gunni, íhugandi á svip og stakk uppí sig snakki. Við stelpurnar litum hver á aðra og skelltum uppúr. Maður á ekki alveg að venjast svona opinskáum játningum frá strákum, sérstaklega ekki á þessum slóðum. Kommon, hvaða strákur er ekki til í smá myndhrist....

"Hins vegar hitti ég oft leikfangasmiðinn minn í vinnunni", hélt hann áfram og virtist ekkert kippa sér upp við hlárurrokur okkar stelpnanna. Við litum hver á aðra og vorum ekki alveg að fylgja. En á eftir fylgdi skýringin á leikfangasmið... og við héldum áfram að smíða. Ég náði alveg tengingu við þetta... þar síðustu helgi hitti ég til dæmis leikfangasmið og hafði gaman af. Leikfangasmiður er nefnilega foreldra núverandi eða fyrrverandi elskhuga, snilldar skilgreining og lýsir svo sem vel hversu gaman maður á að hafa af lífinu og myndhristingum.

Nú eru krakkarnir farnir heim, uppfullir af hugmyndum og sögum eftir æsilegt kvöld sem var óvænt truflað af brjáluðustu og fyndnustu Ásu í heimi. Eins og stormsveipur strunsaði hún inn, hleypti fjöri í mannskapinn og hvarf jafn hratt og hún birtist. Við Ljónin og Rebbý látum í krampa af hlátri og vorum rétt að jafna okkur þegar við Rebbý byrjaði að tala um það sem í augum ljónatepranna er bæði æsilegt og spennandi ástarlíf. Gott ef við erum ekki öll farin að velta fyrir okkur að hrista myndir... ja, enginn veit sína ævina fyrr en öll er...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

æj elsku ljónin mín, bara skella sér í gírinn og byrja að hrista myndir og njóta þess, þó einn og einn marblettur sjáist 3 dögum síðar þá er það vel þess virði.
Takk annars fyrir gott kvöld, sé samt að það er aumt ef ég telst heppnust af okkur í ástum, hélt að þetta væri ár ljónanna .....

Rebbý, 23.3.2008 kl. 02:39

2 Smámynd: Snjóka

hahaha snilldarkvöld

Snjóka, 23.3.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband