Ég fer á stefnumót

Ótrúlegur dagur í dag. Ég fór á... haldið ykkur fast... ekki eitt... heldur tvö stefnumót. Bæði með dökkhærðum mönnum. Svona algjör draumadagur eiginlega.

"Vilma, hvað ertu að gera í hádeginu?", spurði kunnugleg rödd mig í símanum klukkan hálf tólf. Ég brosti. Þegar þessi maður hringir í mig er venjulega eitthvað spennandi og skemmtilegt framundan. Svo ég setti mig í stellingar, flissaði og svaraði: "Ég veit það ekki. Hvað er ég að gera?". Og áður en tvær mínútur voru liðnar vorum við búin að skipuleggja þetta fína óvænta hádegisdate. Matur og skemmtun. Hversu mikið betra getur það verið? Hávaxni dökkhærði maðurinn sótti mig í vinnuna. Við blöðruðum og hlógum, eftir gómsætan matinn skelltum við okkur á opnum á nýjum bar þar sem við hittum skemmtilegt fólk og brögðuðum á gómsætum veigum. Hversu mikið betra getur lífið verið í hádeginu á föstudegi.

Ég var sæl og ánægð með daginn. Þegar síminn minn hringdi seinnipartinn varð ég alveg steinhissa að heyra í suðræna dökkhærða manninum á hinum endanum. Smá athugun með barnapössun og praktísk atriði og áður en ég vissi af var ég bókuð á spennandi date um kvöldið.

Við komum okkur fyrir í myrkvuðum bíósalnum og gjóuðum augunum hvert á annað. Á meðan við biðum eftir að myndin byrjaði blöðruðum við og blöðruðum. Okkur semur voðalega vel og eigum ekki í vandræðum með að láta samræðurnar flæða. Við biðum spennt eftir myndinni og deildum stórum popp poka og stórum gosdrykk með tveimur rörum. Ég kvaddi hann með trega eftir myndina og hélt ein heim á leið. Hversu mikið betra getur lífið verið að kvöldi til á föstudegi.

Þessi date hefðu þó getað verið mikið meira spennandi ef mennirnir hefðu ekki báðir verið lofaðir. Annar hamingjusamlega giftur og búinn að vera einn minn besti vinur í yfir 10 ár. Hinn hamingjusamlega í sambúið með einni bestu vinkonu minni, og búinn að vera einn minn besti vinur síðustu árin.

Hádegisdeitið hefði líka getað verið meira spennandi ef við hefðum ekki borðað saman í mötuneytinu í vinnunni minni og ef barinn hefði verið einhver framandi og seiðandi bar en ekki innanhús bar hjá vinum okkar og viðskiptavinum... heimsókninni fylgdi skemmtileg skoðunarferð um vöruhús og skrifstofur. Og ég fékk að eyða dýrmætum tíma með vininum mínum.

Bíódateið hefði líka kannski verið meira frásögu færandi ef ástæðan fyrir því að við fórum tvö í bíó er að enginn annar vill sjá myndina sem við fórum á. Við, ég og kattadómarinn, erum hins vegar alsæl með að hafa fundið félaga á ýktar og innantómar actionmyndir.

Heppin ég samt að eiga svona margar skemmtilega vini, bæði stráka og stelpur :) sem gera lífið mitt fullt af óvæntum uppákomum... og núna held ég á næsta deit... í þetta sinn með stelpu reyndar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

mér finnst deitið okkar núna bara vera innantómt og ég hálf skammast mín fyrir að vera að hitta svona raðdeitara
versta var að okkar deit var sennilegast það leiðinlegasta af þessum þrem en við bætum hvor annarri það upp bráðlega ef ég þekki okkur rétt 

Rebbý, 29.8.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Vilma Kristín

Já, strákarnir slógu víst aðeins betur í gegn í gær... kannski eru þrjú deit sama daginn of mikið? En ég er sko sannfærð um að við eigum spennandi deit framundan... fljótlega ;)

Vilma Kristín , 29.8.2009 kl. 17:57

3 identicon

Náði hádegis-dateið eitthvað að breyta um skoðun hjá þér?

Snjóka (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 20:08

4 Smámynd: Vilma Kristín

He, he, hádegis-dateið og ég ræddum þetta aðeins... málið er í skoðun...

Vilma Kristín , 30.8.2009 kl. 20:28

5 identicon

Ég las spennt þangað til ég fattaði hver bíódeitin var he he he

Hrund (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband