Af berum botnum...

"Mamma! OJJJJJJJ!!!! Þetta er alsber rass....", æpti hneykslaður prinsinn. Ég leit á hann. Hann stóð gapandi og gretti sig og benti á dagatalið uppá vegg. "Mamma! Rass!", skrækti hann áfram. Ég kímdi. Ég hafði greinilega hneykslað unga manninn. Kannski var ég búin að valda honum sálfrænu tjóni með því að bera beran karlmannsrass.

Þegar ég mætti í vinnuna í morgun eftir síðustu sumarfrísdagana hékk forláta dagatal uppá vegg hjá mér. Búið var að líma gulan "post-it" miða yfir botnin á stæltum berum karlmanni. Ég tísti og tók "post-it" miðann af á meðan líffræðingurinn fylgdist með úr sætinu sínu.

Ég var bara nokkuð sæl með þennan óvænta glaðning og sat dágóða stund og virti fyrir mér myndina sem prýðir ágúst mánuð. Þessi voða fíni hokkí spilari... án klæða. Mig grunaði nú hvaðan þetta hafði komið en ákvað að njóta þess bara þar til réttur eigandi kæmi að sækja það.

Líffræðingurinn er búinn að nöldra í allan daq yfir þessu. "Ég ætla að fá mér svona verkstæðisdagatal... með konum á...", segir hann með hótandi tón. Ég yppti öxlum. Það snertir mig ekki neitt. Mér er bara alveg sama um berar konur. "Þú ert með tvö dagatöl...", heldur líffræðingurinn áfram og bendi á hokkídagatalið og gámafélagsdagatalið. Ég bendi honum á að mennirnir á gámafélagsdagatalinu séu nú í fötum og ég eigi bara ekkert í hokkídagatalinu þó að það sé þarna.

"Finns þér þetta ógnandi?", spyr ég og flissa, dagatalið er svo sannarlega að fara í taugarnar á honum. Hann þykist vera hneykslaður. Nei, honum er sko ekki ógnað af velmótuðum berum botni. Formaðurinn skaust aðeins inn til okkar og ég bar á hann að vera eigandi hins umdeilda dagatals. Hann hló og jánkaði. Axaptagúrúinn hafði víst verið eitthvað ósáttur við að hafa ágústmánuð uppi svo niðurstaðan var að hengja hann þar sem einhver myndi njóta hans. Og akkúrat núna væri ég bara til í að ágúst væri aðeins lengri...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ég skil vel að líffræðingurinn sé ekki sáttur við dagatalið frá Íslenska gámafélaginu enda með eindæmum flottir strákar sem ég "á" í vinnunni :o)

Rebbý, 28.8.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband