Húbert!

Ég er loksins búin að ná þessu. Loksins. Held ég. Jebb. Sumarfrí númer tvö. Nú er ég búin að vera í 11 daga í fríi. Og ég hef bara farið í vinnuna þrisvar. Og talað við vinnuna í síma fjóra aðra daga. En í fjóra daga hvorki fór ég í vinnuna né talaði við einhvern þar í síma. Frábær árangur.

Á þessum tíma fór ég í viku í sumarbústað. Fjörug og skemmtileg ferð. Með heimasætunni, prinsinum, sætukoppi og Rebbý. Svo var heimalingurinn hjá okkur í nokkra daga. Og MaggaBidda kíkti við í sólarhring... eftirminnilegan.

Heiti potturinn var notaður nær stanslaust. Grillið var besti vinur okkar. Að auki gátum við týnd gómsæt bláber. Sofið út. Hlegið. Og ég veit ekki hvað.

Það var eitt sem ég lærði þó í þessari ferð. Það snýr að börnunum mínum. Einn daginn sendi ég þau ein af stað. Í dýragarðinn í Slakka. Kát og hress hoppuðu þau uppí bíl og sætukoppur keyrði varlega af stað, enda með dýrmætan farangur.

Dagurinn var fljótur að líða, ég notaði hann til að sofa aðeins meira. Hvíla. Hlusta á þögnina. Svo kom áfallið. Já, ég lærði það af þessu að maður sendir ekki börn ein í dýragarð þar sem má taka dýrin með sér heim! Einmitt! Getið ímyndað ykkur hvað gerðist.

Ég reyndi að horfa á jákvæðu hliðina. Þau hefðu getað komið heim með hund... svín... kálf... en í staðinn var það bara Húbert sem flutti inn til okkar. Elsku hjarans Húbert. Húbert er krúttlegasta kanína í heimi. Ekkert minna. Hann skoppar hér um öll gólf núna og lætur eins og hann eigi heiminn. Um leið og búrið er opnað stekkur hann af stað og skvettir til bossanum. Kettirnir standa og stara forviða á kvikyndið. Hvað er þetta?

Skemmtilegasta sem Húbert veit er að hlaupa í gegnum rör. Við setjum hann niður og horfum á hann skjótast í gegn, svo stoltur þegar hann skýtur út hausnum hinu meginn. Heimtar klapp og mænir á mann. Hann fær endalausa athygli hjá okkur, köttunum og gestum og verður án vafa ofdekraðasta kanína í heimi áður en við vitum af... en þá fer ég bara aftur með hann í dýragarðinn og segi að það hafi orðið smá misskilningur... Eða ætli dýragarðurinn taki ekki við dýrum aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

þetta eru nú einu sinni börnin þín Vilma mín ...... samt skondið þar sem heimasætan ætlaði að hafa af okkur stig í Partý og co með því að segjast ekki myndi stoppa og kanna með vilta hvolpinn hehehe yeah right

Rebbý, 27.8.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband