Ég sé!

Ég sat á biðstofunni og beið. Gerði mitt allra besta að láta líta út fyrir að ég væri alveg róleg. Alveg róleg. Right. Ég allavega reyndi. Skyndilega hringdi síminn og mér var nokkuð létt. Auðveldara að þykjast vera rólegur á meðan maður talar í símann.

Á hinum endanum var sálfræðingurinn sem virtist bara finnast gaman að hringja í mig í sumarfríinu mínu. En mér var alveg sama, alltaf gaman að heyra í sálfræðingnum, ég tala nú ekki um þegar maður er að tapa sér úr stressi. Ég sagði honum hvar ég var, eftir hverju ég væri að bíða. Ég semsagt sæti á biðstofu hjá lækni að bíða eftir að fara í laser aðgerð á augunum. Bíða eftir að sjónin yrði löguð.

"HA? Þarft þú gleraugu?", spurði steinhissa sálfræðingur. Ég gat ekki neitað því. Jebb, ég hefði þurft gleraugu. "Ó... þú hefur þá bara verið linsur síðustu árin...", hélt sálfræðingurinn áfram. Ég skellti uppúr og neitaði. Ég hef aldrei notað linsur. Aldrei. Ég hef hinsvegar notað gleraugu á hverjum degi síðan ég var 13 ára. Og ég hef þekkt sálfræðinginn síðan 1996... merkilegt að hann hafi aldrei tekið eftir að ég notaði gleraugu.

Og þarna sat ég. Dauðhrædd. Stressuð. Og á mörkunum að hlaupa út aftur. Augnlæknirinn minn birtist sérstaklega klæddur skurðstofufatnaði, með græna hettu á hausnum. Ok. Hann leit allavega professional út. Hmmm. Smá undirbúningur. Smá pepp tal frá lækninum og ég kom mér fyrir í stólnum. Róleg. Alveg róleg. Right. NOT!

Á meðan ég kom mér vel fyrir, breitt var yfir mig teppi, mér kennt á stressboltana, æpti heilinn á mig: "Hlauptu út! Hlauptu út brjálaða kerling... Hlauptu út". Ég fann hvernig allir vöðvar spenntust upp og hjartslátturinn varð örari. Ég get bara alveg viðurkennt það. Skammlaust. Ég hef aldrei aldrei á ævinni verið jafnhrædd. Rólegi augnlæknirinn talaði hægt og lágt... Það var alveg sama hvað ég reyndi að slaka á... það var bara ekki að virka. Stressboltarnir fengu sko svo sannarlega að kenna á því. "Vilma. Vilma. Þú verður að muna að anda...", hvíslaði læknirinn. Ég hlýddi og dró andann djúpt.

Eftir 15 mínútur sem voru í mínum augum svona eins og 15 klukkustundir gekk ég út með alveg nýja sjón. Engin gleraugu. Ég stend mig reyndar enn að því að reyna að taka þau af mér áður en ég fer að sofa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábært! Til hamingju með þetta! Mig langar alveg hrikalega í svona aðgerð en þori ekki.........

Hrönn Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 08:30

2 identicon

Til hamingju með nýju sjónina !

Bibba (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 09:17

3 Smámynd: Rebbý

þú stóðst þig vel á leiðinni í aðgerðina, í aðgerðinni og já svona nokkuð vel á leiðinni í bústaðinn aftur og lítur alveg svakalega vel út án gleraugnanna ... finnst bara skondið að sjá þig með þau núna á myndum

til lukku með fullkomnu sjónina

Rebbý, 8.9.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband