Áttu egg?

Ég fann kaldan svita renna niður hálsinn aftanverðan og leit flóttalega í kringum mig. Ég reyndi að ná stjórn á andadrættinum. Anda rólega. Enga vitleysu. Svo leit ég á ungmennin. Heimasætan hafði dregið sig saman í kuðung og ég sá bara rétt í augun. Sætukoppur var óttasleginn á svipinn og skimaði í kringum sig. "Mér finnst eins og það sé einhver fyrir aftan mig....", hvíslaði hann og leit hræddur um öxl.

Ég kingdi munnvatninu og rýndi á skjólvegginn. Reyndi að hlusta. Var einhver þar? Var einhver að læðast um í runnunum. "Verst að útaf ljósinu sjáum við ekkert utan pallsins", hélt sætukoppur áfram. Ég kinkaði kolli. Heimasætan sat enn í kuðung. Ég rýndi út yfir pallinn. Við sáum mjög takmarkað útí myrkrið. Hvað leynist í myrkrinu?

Ég hallaði mér betur niður í pottinn. Reyndi að láta hitann í heita pottinum verma mig upp. Reyna að láta heita vatnið ná úr mér hrollinum. Heimasætan bara rétt stakk upp nefinu og augunum. Sætukoppur snéri höfðinu í sífellu, rýndi útí myrkrið. Í leit að þeim. Í leit að vondu körlunum.

Ég get sagt ykkur það að það er ekki góð hugmynd að velja myndir til að horfa á af handahófi. "F 3", sagði ég hátt og skýrt þegar ég og Rebbý ákváðum að kíka á eins og eina bíómynd, rólegan dag í sumarbústaðnum. Semsagt þriðja myndin sem byrjaði á F. Ekkert mál. Nema... myndin reyndist vera hryllingsmynd. Og eins og það sé ekki nóg... þá gerist hún í sumarhúsi. Great!

Ég með mitt ofvikra ímyndunarafl má alls ekki horfa á svona myndir. Svo ég lét mér nægja fyrsti hálftíminn og síðustu fimmtán mínúturnar. Náði samt því miður of miklu. Ég skrapp útí göngu yfir miðkaflann. Akkúrat þegar unglingarnir komu heim og tóku við mér við gónið. Þau náðu því helling af hrylling. Að horfa á hryllingsmynd um miðjan dag er kannski ekkert mál.

Það er hinsvegar öllu verra þegar sætukoppur fer að rifja hana upp í myrkrinu í heita pottinum um nóttina. Áður en við vissum af vorum við þrjú orðin hálftryllt af hræðslu. "Áttu egg?", sagði ég og svo flissuðum við taugaveiklað og rýndum útí myrkrið. Enda spiluðu egg stóra rullu í hryllingsmyndinni. Eftir að hafa talað í mig kjak hoppaði ég uppúr pottinum og skoppaði inní sturtu. Læsti að mér. Hjúkk. Allavega komin inní hús.

Rebbý stóð hin rólegasta inní stofu. Hafði ekki hugmynd um hvað við vorum búin að spinna uppí pottinum. Klædd í hvít föt, eins og morðingjarnir í hryllingsmyndinni, ákvað hún að henta sér út og byrja tiltekina við pottinn. Skelkaðir unglingarnir sátu stjarfir í pottinum og biðu eftir að hægt væri að komast í sturtu. Var þetta eðlilegt hljóð sem heyrðist? Var einhver að læðast um?

Skyndilega birtist hvít vera útúr myrkrinu. Hvít vera sem stefndi á þau. Þau voru of skelfd til að geta öskrað... Engin egg hér... engin egg hér... og Rebbý nærri kafnaði úr hlátri standandi í hvítu fötunum sínum á pallinum. Já, öflugt ímyndungarafl og hópefli getur komið af stað ansi skemmtilegum hlutum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

haha  já þetta var svona kodak moment ... aldrei séð eins föla unglingana og verð að segja að hryllingsmyndaáhorf með 2 ljónum sem hafa óendalega bilað hugarflug er hin besta skemmtun 
the shining í kvöld var ekki síður TDK moment .. hefði átt að taka upp öskrin

Rebbý, 25.8.2009 kl. 01:09

2 Smámynd: Vilma Kristín

Ha, ha... já við ljónin erum ansi öflug í hryllingsmyndum og með að leyfa ímyndunaraflinu að ráfa um.

The shining var EKKI góð hugmynd... endurtek... EKKI góð hugmynd! OMG! Gat ekki stöðvað öskrin... hræðilegt... veit ekki hvort ég eða sætukoppur vorum hræddari...

Vilma Kristín , 25.8.2009 kl. 01:12

3 Smámynd: Rebbý

já ég þarf totally að velja nýja mynd fyrir annaðkvöldið ... verður sætukoppur ekki annars heima hjá þér ?

Rebbý, 25.8.2009 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband